Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 8
Jón átti að dvelja um tíma hjá Sveini skósmið, sem var góður og guðhræddur mað- ur. Menn töluðu um það sín á milli, að Sveinn væri ekki svo vel stæður, að hann hefði efni á að taka að sér ókunnug börn. En Sveinn leit á þetta með öðrum augum. Honum var sama, þótt hann eyddi nokkrum krónunum meira, ef hann gat þjónað Guði og meðbræðr- um sínum. Jón var góður drengur. Hann var fölur í kinnum og leit veiklulega út, en hann var glaður og fjörugur, og Sveini og honum kom vel saman. Jón reyndi að gera eins mikið gagn og hann gat. Hann hljóp með tilbúna skó um nágrennið og kom aftur heim með peninga til Sveins. Það, sem Sveini og Jóni þótti mest gam- an að, var að róa á morgnana út á vatnið. Sveinn var dulegur veiðimaður, og hann sá kaupmannnium fyrir laxi og öðrum góðum fiski, sem var eftirsóttur á staðnum. Jón sá um að koma fiskinum sem bráðast til kaupmannsins. Stundum veiddist að vísu ekki mikið, en í önnur skipti voru þeir heppn- ir og veiddu vel. Að síðustu var þetta farið að ganga svo vel, að Sveinn gat ekki notað heimilisvogina til þess að vega fiskinn, því að hún tók ekki nema 6 kg. Hann hefði að vísu getað notað hana með því að vega nokkr- um sinnum, en Sveini datt þá ráð í hug. Hann hafði aðra vog. Hún var í einfaldara lagi, en mjög hentug. Vogin var mjög undar- leg, en samt sem áður var hægt að reiða sig á hana. Jón skemmti sér vel við að sjá Svein vega fiskinn. Síðan fór Jón til kaupmannsins með fisk- inn, og þar var fiskurinn veginn aftur. — Hvað ertu með mikinn fisk í dag? — Ekki minna en tíu kíló, svaraði Jón. — Svo-o, er Sveinn farinn að taka upp á því að plata mig svolítið með vigtunina á fiskinum. Jón stóð kyrr. Hann vissi ekki nákvæmlega, hvað kaupmaðurinn meinti. Sveinn plataði ekki neinn, það vissi hann. Það hlutu að vera einhver önnur mistök. ★ PÉTUR LITLI ★ MYNDASAGA FYRIR YNGSTU BÖRNIN ★ Pétur litli haíði gaman af því að leika sér í snjónum, enda var hann vel klœddur Hann velti snjóbolta snjókarl. Kúst fékk hann c hjd mömmu sinni og lét LJDSBERINN s

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.