Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 9
— Þetta eru tæplega níu og hálft kíló. Jó.n þagði. Hann vildi ekki koma upp um einföldu vogina hans Sveins, sem stóð heima á verkstæðinu. Þegar hann kom heim, sagði hann, hvað kaupmaðurinn hafði sagt, og afhenti Sveini peningana, sem hann hafði fengið fyrir fisk- inn. Það rann upp nýr veiðidagur, og aftur veiddu þeir vel. Jón sá Svein vega fiskinn á sama hátt og áður. Það sama gerðist aftur niðri hjá Níelsi kaupmanni. Níu og hálft kíló og ekki eitt gramm umfram. Það var eins og kaupmaðurinn gyti aug- unum út undan sér á Jón. Þegar Jón nálgaðist verkstæðið aftur, heyrði hann að Sveinn var að tala í símann. — Það er ekkert í veginum með dreng- inn, sagði hann. Hann selur engum fisk á leiðinni. Til þess er hann allt of heiðarlegur. Blessaður. Jón beið dálitla stund. Hann hafði ákafan hjartslátt, þegar hann gekk inn. Kaupmað- urinn hafði greinilega grunað Jón um að hafa selt fisk á leiðinni. Hann heyrði Svein syngja, meðan hann sólaði vinnuskó. Jón gekk inn. .'Í til karlinn halda á honum í annarri ðan hendinni. Augun gerði hann úr litlum steinum. Nef og munn úr spýtukubbum. — Hér eru peningarnir fyrir níu og hálfu kílói, sagði Jón. — Það stendur nákvæmlega heima, sagði Sveinn. — Stendur heima? — Já, kaupmaðurinn hringdi og sagði mér það, og kvaðst halda, að þú seldir fisk á leið- inni, en ég sagði honum, að því tryði ég alls ekki. Meinið er allt annað, og ég held að ég viti hvað það er. Ég er eiginlega að velta því fyrir mér, hvort það hafi ekki verið Guð sjálfur, sem sagði mér hvernig í þessu liggur. Daginn eftir veiddu þeir aftur vel. í þriðja sinn vó Sveinn á heimatilbúnu voginni sinni, sem var gerð af dunki með bátalakki, er hékk á stöng. I þetta sinn vó hann nákvæm- lega, en annars var hann vanur að láta vel útilátið á vogina. — í dag vegum við nákvæmlega, sagði Sveinn. Síðan lögðu þeir af stað. Jón reiddi fisk- inn á hjólinu sínu, en Sveinn reiddi dunkinn með bátalakkinu. Jón var ákaflega spenntur. Hann hugsaði og hugsaði en fann enga lausn á málinu. Ef til vill myndi kaupmaðurinn vega á annan hátt í dag eingöngu vegna þess að Sveinn var með til að líta eftir. Sveinn söng eins og venjulega, fallegan söng. Það var heppilegt, að búðin skyldi vera tóm, hugsuðu þeir báðir. Þeif heilsuðu kaupmanninum, og hann tók við fiskinum. Þeir töluðu um veðrið og veiðarnar, og síðan lét kaupmaðurinn fiskinn á vogina. Nú átti að skera úr því, hvort Jón væri saklaus eða sekur. Kaupmaðurinn stóð rólegur bak við hina nýju vog sína. Gleraugun, sem hann var van- ur að hafa á enninu, féllu niður á nefið. Hann fylgdi kvarðanum með vísifingri. Vís- irinn færðist hægt og stanzaði. — Það er augljóslega minna í dag, þegar þú ert sjálfur með, kæri Sveinn. Jón varpaði öndinni léttar. — Hvernig vegurðu eiginlega? spurði kaup- maðurinn hlæjandi. — Vogin er einföld, en það er áreiðanlegt, að það er hægt að treysta henni. — Hefurðu almennilega löggilta vog, sagði kaupmaðurinn háðslega. Sveinn beygði sig niður og tók upp dunk-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.