Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 13
arana, en þar var ferjutollurinn aðeins kopar- skildingur á mann. Foolai fylgdist með niður að ánni. Þarna var ferja að koma að. Menn voru viðbúnir að stökkva út í löngu áður en hún lagðist að. Sumir voru með föt og pinkla meðferðis. Ferjan var troðfull á augabragði, en Foolai kleif upp á stýrishúsið. Gamli mað- urinn, sem stóð þar við stýrið og var gæzlu- maður bátsins, skipaði honum hástöfum að fara niður af því, þar eð þakið væri lélegt og að falli komið. Nú var búið að ýta ferj- unni út á fljótið, og var því engin leið að setja hann á land. Hann settist með varúð á þakbrúnina á stýrishúsinu, svo að hann félli ekki niður úr þakinu, og þar fékk hann að vera í friði. Bátar voru á víð og dreif um allt fljótið, og hinum megin var mikill manngrúi á breiða veginum. Hvergi var hægt að fá bíl. Þeir höfðu allir ekið vestur á bóginn um nóttina og voru ekki enn komnir til baka. Nokkrir voru svo heppnir að fá vagn fyrir börnin og farangurinn, en vagnstjórarnir heimtuðu há daglaun fyrir dráttinn. Brátt voru vagnarnir á þrotum, og ómögulegt var að fá burðarstóla. Nokkrir fóru á bændabýlin í grenndinni og keyptu sér hjólbörur á mjög háu verði, því að menn voru nauðbeygðir að hafa eitthvert flutningstæki. Margir höfðu börn með sér eða gamalmenni, sem ekki gátu gengið. Þar voru líka gamlar konur, sem höfðu reyrða fætur, sem ekki var hægt að komast langt á. En loks voru öll flutningstæki á þrotum, og manngrúinn fór að þokast áfram eftir þjóðveginum. Flóttamannaskarinn var á að líta eins og geysistór her, sem hélt vestur á bóginn. Sumir voru sterkir og heilbrigðir og gátu farið hratt yfir, en aðrir voru með mörg börn, gamalmenni og sjúklinga, sem þeir urðu að annast. Allir voru hungraðir. Á fljótsbakk- anum voru nokkur veitingahús. Fljótið að- skildi þau frá bænum og bjargaði þeim þann- ig frá eldsvoðanum. Þar voru framreidd soðin hrísgrjón ásamt baunakökum og pipar. Ekki liðu margar mínútur, þar til allt var upp gengið. Þarna voru líka menn að selja hveiti- pípur eða makkaroni öðru nafni. Þeir komu kjagandi, eins og vant var á morgnana frá þorpi einu í grendinni. Þeir báru þungar börur með sér. 1 öðrum enda hennar hékk ofninn með hinum þunga járnpotti, sem var fullur af soðnum hveitipípum. Reyk lagði upp af glóðheitum ofninum og maturinn var alltaf heitur. f hinum enda börunnar eða stangar- innar hékk skápur með skálum og prjónum og þvottabalar með vatni og svo þurrka, sem einu sinni hafði verið hvít. Venjulega þurftu þeir að híma lengi og hæna að sér kaup- endur með því að klingja í tómri skál með prjónum. í dag var ekki þörf á því. Menn þyrptust umhverfis þá, og pottarnir tæmdust á augabragði. Þeir bættu við ósoðnum hveiti- pípum, sem þeir tóku upp úr neðstu skúff- unni í skápnum og þeir blésu og sköruðu í glæðurnar, svo að maturinn yrði fljótt soð- inn. En menn gengu hart að þeim, og þeir urðu að selja hveitipípurnar hálfsoðnar. Svo var allur matur búinn, og manngrúinn hélt ferðinni áfram matarlaus að kalla. Meðfram veginum voru sveitarkrár. Þar var aðsókn geysimikil þennan dag. Þetta var einna lík- ast því, þegar engisprettuplágan kom yfir Egyptaland, því að allt var etið upp, og samt fékk ekki einu sinni hundraðasti hluti flótta- mannanna mat. En mat urðu menn að fá. Þegar ekkert var eftir í búðunum og krán- um, þá fóru menn inn í íbúðarhúsin og heimtuðu mat. Það þýddi lítið fyrir ótta- slegna íbúana að loka að sér. Dyrnar voru sprengdar upp og matbúrin rænd. Menn fóru meira að segja út á ekrurnar til að ræna. Þar grófu þeir upp næpur, gulrætur og sætar kartöflur og átu með beztu lyst. Menn urðu veikir af þessum ósoðna mat og óhreina lækj- arvatninu. Margir urðu eftir og dóu við veg- inn, en aðrir héldu áfram vestur á bóginn margar dagleiðir. Foolai kenndi í brjósti um margt flóttafólkið. Þarna gekk maður ásamt konu sinni og sex börnum. Börnin voru orðin svo þreytt af göngunni. Faðirinn reyndi að hjálpa minnstu börnunum með því að bera þau til skiptis, en þau kvörtuðu sáran, þegar hann lét þau niður aftur. Tvö þau stærstu urðu alveg að hjálpa sér sjálf. Við erum svöng, pabbi, sögðu þau, geturðu ekki reynt að kaupa svolítið af mat. Hér er hvergi matarbita að fá, sagði faðirinn, en þið skuluð fá mat undir eins og við komum til Ningsiang. Er þá víst, að þar sé hægt að fá mat? Hér eru öll þorpin mannlaus, sem við kom- um til. Faðirinn stundi þungan. Er það víst? LJQ5BERINN 13

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.