Ljósberinn - 01.04.1960, Síða 2

Ljósberinn - 01.04.1960, Síða 2
Georg litli og tréS. Þegar George Washington, forseti Bandaríkjanna, var drengur, gaf faðir hans hon- um litla öxi. Hann fór með öxina út í garð föður síns og hjó í fallegt tré, sem þar stóð, þangað til hann skemmdi það. Þetta var uppáhaldstré föð- ur hans. Þegar hann sá skemmdina í trénu, þótti hon- um leitt, hvernig komið var og spurði hvern og einn í húsinu, hver hefði skemmt það. Georg litli kom inn í þeim svifum, og faðir hans sagði: — Georg, hver hefur skemmt fallega kirsuberja- tréð mitt? Georg þagði um stund. Sið- an þerraði hann tár úr augum sér, leit framan í föður sinn og svaraði: — Ég get ekki skrökvað, faðir minn, þú veizt, að ég get það ekki. Ég hjó tréð með öxinni minni. Faðir hans tók hann í fang sér og sagði: — Þú hefur sagt satt, elsku drengurinn minn; og það er betra en þúsund tré, þótt allir ávextirnir væru silfur og gull! ★ ★ ★ í sporvagninum. Hershöfðingi einn steig eitt sinn upp í sporvagrl og settist alveg aftur við dyr. En svo komu undirforingjar og ó- breyttir hermenn og fylltu smám saman hin sætin. Skömmu seinna steig göm- ul kona inn í vagninn. Þá var ekkert sæti eftir handa henni, og enginn stóð upp. Gamla konan gekk hægt aft- ur eftir vagninum og nam staðar aftur við dyr. Óðara en hershöfðinginn sá hana, stóð hann upp og bauð henni sæti sitt. Þá varð hermönnunum skyndilega órótt innanbrjósts. Þeir stóðu nú upp hver á fætur öðrum og buðu hers- höfðingjanum sæti sín. Hers- höfðinginn hristi höfuðið og sagði: — Nei, þakka yður fyrir. Fyrst gamla konan gat ekki fengið sæti, þá er ekkert sæti heldur til handa mér. ★ ★ ★ Örninn og sólin. Enskum lávarði var einu sinni gefin arnarungi. Hann bjó um hann í stóru búri í garðinum bak við hús sitt. Örninn óx og var nú orðinn fallegur, stór og sterkur fugl. Við og við baðaði hann vængj- unum, eins og hann langaði til að fljúga burtu. Horfði eigandinn oft á hann og hgfði af honum mikla ánægju. En svo bar til, að lávarður- inn þurfti að fara í langferð. Hvað átti hann nú að gera við örninn, — koma honum fyrir hjá vinum sínum eða gefa honum frelsi? Örninn sat oft einmanaleg- ur og stúrinn í búrinu sínu. Þá var eins og ásökun í svip hans: Hvers vegna á ég að vera bandingi hér? Ég er þó ekki skapaður til ánauðar! Þá ákvað eigandinn að gefa honum frelsi. Hann opnaði búrið, vék sjálfur út í horn á garðinum og beið þess, hvað örninn tæki til bragðs. Eftir litla stund kom hann út úr búrinu og gekk hægt og gætilega um garðinn, án þess að hefja vængina. Það var eins og honum fyndist hann ekki vera fyllilega frjáls enn. Þá tók eigandinn hann og setti hann upp á girðinguna. En hann sat þar líka kyrr og hreyfði sig ekki. Veðrið hafði verið drunga- legt og sólin hulin skýjum. En allt í einu svipti skýjunum frá, svo að sólin kom fram og skein niður í garðinn. Þá leit örninn upp, þandi út vængina og flaug — beint í sólarátt. Innan skamms var hann kominn svo hátt, að hann var eins og lítill dökkur díll í loftinu, — svo hvarf hann og sást ekki framar. ★ ★ ★ 34 LJÓ b b e r i n n

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.