Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3
iO. árg., 3. tbl. Mjósberinn Apríl 1960. f-^ao varoiir einkvem tíma laimao, SEM VEL ER GERT Árið 1812 voru Frakkar frá sér numdir af fögnuði yfir sigurvinningum sínum. Napóleon mikli lét nú enn efna til liðs- safnaðar um allt ríki sitt. Enginn fékk sig undanþeginn, hvort heldur hann var ungur eða gamall, ef hann var á herskyldu aldri. Liðsafnaður þessi fór fram með hlutkesti. Enginn komst undan, sem dró nafn sitt, nema hann væri ekki álitinn nýtur. f einum bæ voru 400 ungir menn og kom- ust ekki nema 10 af þeim hjá herþjónustu. Nauðugir viljugir urðu þeir allir að taka þátt í herförum hins mikla og sigursæla keisara síns. Úti fyrir dyrum sveitarforingjans stóð göm- ul kona grátbólgin og faðmaði að s£r einka- son sinn, full örvæntingar. Liðssafnaðar- nefndin var nú búin að svipta ekkjuna einu stoðinni. Sonur hennar var kallaður í herinn, og mátti því búast við, að hann ætti ekki aft- urkvæmt til móður sinnar. Við hliðina á þeim mæðginunum stóð ung- ur bóndi, hrautlegur. Hann hafði verið lán- samari en sonur ekkjunnar. Hann hafði slopp- ið frá herþjónustunni með hlutkestinu. Hann reyndi nú að hughreysta gömlu, sorg- mæddu konuna og sagði: — Ég skal ganga þér í sonarstað. Ég skal ala önn fyrir þér eins vel og nokkrum vini er unnt að gera. En huggunarorð hans megnuði ekki að hugga gömlu konuna. Hver mundi líka geta bætt ekkjunni son- armissin? Nú hafði múgur og margmenni safnazt sam- an um þau. Mátti sjá á öllum, að þeir kenndu í brjósti um móðurina. Hún stóð þarna eins og ekkjan í Nain forðum. Allt í einu bar þar að mann, sem enginn vissi nein deili á. Ungi bóndinn hélt áfram að hugga móður- ina með öllum hugsanlegum ráðum, en allt kom fyrir ekki. Hann vék sér þá út úr mann- þrönginni og nam staðar undir lítilli eik þar skammt frá. Hugsar hann nú með sér, hvað hann skuli til bragðs taka. Eftir stutta stund gengur hann aftur til gömlu konunnar og segir: — Þú mátt halda syni þínum, ég skal fara í einkennisbúninginn í staðinn fyrir hann. Allir, sem þetta heyrðu, æptu fagnaðaróp og þyrptust utan um unga bóndann. Móðir og sonur vörpuðu sér full þakklætis að fótum honum, og þótti sem þau ættu hon- um líf sitt að launa. Ungi bóndinn svaraði aðeins: — Verið þið ekki að þessu! Þetta er í raun- inni ekki mikil fórn. Átta ár eru fljót að líða. Þá sagði einhver í mannþrönginni á bak við hann með alvarlegum rómi: — Það verður einhvern tíma launað, sem vel er gert. Það var þá ókunni maðurinn, sem sagði þetta. Allir störðu á hann. En hann gekk burt og stefndi út úr bænum. Þá sögðu einhverjir: — Þetta er líklega prestur eða skólakenn- ari. Að þrem árum liðnum var háð orusta við Waterloo, er svipti Napóleon öllum sínum völdum. Kvöldið fyrir orustuna sat keisarinn á fundi með hershöfðingjum sínum og ræddi um undirbúning orustunnar. Þá gekk ungur liðsforingi inn í salinn. LJDSBERINN 35

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.