Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4
Keisarinn tók honum blíðlega, brosti til hans og kvaðst eiga honum skuld að gjaMa. — För mín til Elbu hefur eigi gefið mér tóm til þess fyrr en nú. En af því að ég veit, að hersveit yðar er skammt héðan, þá hef ég ekki lengur viljað fresta því. Það voruð þér, sem fyrstur réðist á óvini vora við Baussen. Þér unnuð yður frægð hjá Dresden, hjá Leip- zig, hjá Hanau. Takið við þessu skjali. Þar eruð þér skipaður hershöfðingi. Ég sagði líka einu sinni við yður: — Það verður einhvern tíma launað, sem vel er gert. Ókunni maðurinn, sem allir höfðu haldið, að væri prestur eða skólakennari, var þá hvorki meira né minna en keisarinn sjálfur. ★ BOLA , uióa Boli alinn baulu talar málið, bítur og heitir Liturnautið hvíta. Slyngur á engjar ungur sprangar löngum, undan stundum, skundar grund til sprunda. I gufukofa krœfur sofið hefur, kul ei þolir boli, skolin svolar. Uxann vaxinn öxin saxað getur, ýtar nytir eta ket í vetur. Látra-Björg. Arabíski úlfaldinn er með eina kryppu, — dró- medar. Hann er spordrjúg- ur og frábærlega þolgóð- ur, getur farið miklar vegalengdir undir þungum. böggum. Þeir geta verið án vatns og fóðurs í þrjá sólarhringa samfleytt. Þá er kryppan honum vara forði, sem hann lifir á. Þegar honum er brynnt þyrstum, getur hann drukkið stanzlaust í hálf- tíma og innbyrt hundrað lítra vatns. Þegar í harðbakkann slær á langleiðum eyði- merkunnar, slátra lesta- menn úlfalda og drekka úr honum vatnið. Flestu öðru fremur gerir úlfaldinn mannlega tilveru mögu- lega í eyðimörk. Menn drekka mjólkina, nota hann til áburðar og reiðar, slátra honum gömlum sér til matar og nota húð og hár til ýmislegs. IJlfaldinn er heimskur, skapiilur og villtur að eðl- isfari og nýtur lítils kær- leika hjá eiganda sínum. Arabískir úlfaldar svæla þorsta sínum. 36 LJ □ S B E H I W W

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.