Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 9
TJALDSTAÐUR ARABÍSKRA HIRÐINGJA í arabískum löndum er mikill fjöldi fólks, sem býr í tjöldum, Það lifir á kvik- fjárrækt og flytur úr ein- um stað í annan í leit að haglendi og vatni. Arabiskir ættarhöfðingj- ar eru stoltir menn og her- skáir. Gestrisnir eru þeir svo að því er viðbrugðið. Ránsferðir eru þeirra fremsta íþrótt og bezta skemmtun. Það er hetju- skapur á hæsta stigi og æsandi ævintýri. Mesta unun þeirra er að riða góð- um hesti og hlýða að loik- inni vel heppnaðri ráns- ferð á hetjusögur, kvæði og erfðasagnir ættflokks- ins. Aðrar eignir á hann ekki en búpeninginn, tjöld, fatnað, búsáhöld og mat- væli og fjölda barna. auka í fætinum, um leið og hann datt. Hann reyndi að standa á fætur, en gat það ekki. Þá sá hann mannveru standa álúta yfir sér. Það var maðurinn, ókunni maðurinn, og aftur leit Leví í andlitið, sem honum fannst hann þekkja. Og nú var eitthvað sérkennilegt við allan manninn, hann gleymdi sársaukanum, — en í næsta andartaki kom nýr sársauka- stingur í fótinn. Hann engdist sundur og sam- an eins og af krampa. Þá fann hann að mað- urinn tók í hann og reisti hann á fætur. Þá varð honum allt í einu ljóst, hver þetta var------- Það er Jesús — Messías. í næstu andrá fann hann eitthvað undur- samlegt streyma um sig. Hann rétti fram höndina, en hann stóð alveg einn við fjár- húsið. Dýrin hreyfðu sig órólega inni fyrir. Smám saman kom hann til sjálfs sín aftur og áttaði sig. Hann gekk nokkur skref og fann þá, að hann var orðinn alveg góður í fætinum. Hann fann engan sársauka í hon- um lengur. Þá hljóp hann — og stökk — fagnandi nið- ur að húsinu, þar sem Markús hafði staðið á fætur og stóð með ljóskerið í hendinni. — Ég hef séð hann, og hann hefur læknað fótinn á mér! — Hver? — Jesús frá Nazaret — það var hann, sem var á gangi þarna úti á veginum. — Leví, farðu í rúmið, nú sleppir þú í- myndunaraflinu lausu fyrir alvöru. Markús tók Ijóskerið með sér og fór. Leví stóð kyrr um stund álútur — en síðan leit hann upp til stjarnanna og hvíslaði hægt: — Þökk fyrir — Guð minn! ★ ★ ★ LJDSBERINN 41

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.