Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 10
* TELPAN, SEM BAÐ ArtAnAW^. Áður fyrr voru telpur mjög lítils virtar í Kína. Ef maður þurfti á telpu að halda til einhvers starfa, var hægt að fá hana keypta fyrir lítið fé. Fyrir all-mörgum árum — áður en Kína hafnaði bak við járntjaldið —'keypti rík fjölskylda litla telpu. Hjónin áttu enga dóttur, og þess vegna átti hún að rækja dótt- urskyldurnar innan fjölskyldunnar. Mayling, en svo hét telpan, var vel upp alin og dugleg. Hún talaði allt aðra mállýzku en fjölskyldan, sem keypti hana, og af því var vitað að hún kæmi langt að. Hún hafði einnig ýmsa undarlega siði, sem menn höfðu aldrei séð áður. — Það lítur ekki út fyrir að hin nýja dótt- ir okkar tilbiðji anda feðranna eins og við, sögðu þau áhyggjufull. Áður en hún fer að sofa, krýpur hún og biður, og áður en hún borðar, biður hún alltaf til Guðs síns. Það var ákveðið, að leyfa henni þetta, þang- að til hún hefði lært nýju mállýzkuna. Þá væri hægt að kenna henni, hvað til heyrði á þessu nýja heimili. Það leið ekki á löngu, þar til Mayling hafði lært nýju mállýzkuna, en þrátt fyrir alla kennslu, hélt hún áfram að biðja eins og áð- ur, og var mjög nákvæm í guðsdýrkun sinni. í þessum stóra bæ var enginn, sem var kristinn, svo að f jölskyldan gat ómögulega vit- að, að Mayling hafði fengið kristilegt uppeldi og bað til Jesú. Þau héldu þess vegna, að hún bæði til einhvers guðs, sem mikið var til- beðinn í héraðinu, sem hún var frá. Dag nokkurn kom kristinn Kínverji til bæj- arins og gekk af tilviljun fram hjá húsinu, þar sem Mayling átti heima. Gegnum opinn glugga sá hann 8—9 ára gamla telpu sitja með hrísgrjónaskál fyrir framan sig, en áður en hún byrjaði að borða, lagði hún saman hendurnar og bað borðbænar. Hann varð mjög glaður yfir að finna ein- hvern þar í bænum, sem bað til Guðs, því að hann hélt, að þar væri enginn, sem tryði á Jesúm. í húsinu við hliðina stóð maður í dyr- unum. Hann gekk að manninum og spurði hver byggi í næsta húsi, og hvort þau væru kristin. —¦ Nei, þau eru það ekki, sagði maðurinn. Hvað telpan er veit ég ekki. Hún hefur ákaf- lega undarlega siði, og biður til einhvers guðs, sem við þekkjum ekki hér um slóðir. Þessi kristni Kínverji varð forvitinn að vita um þessa litlu telpu, sem bað borðbæn- ar, og þess vegna heimsótti hann fósturföður hennar. Mayhng kom inn í herbergið, þar sem þeir sátu og töluðu saman, og þegar hann talaði til hennar á sinni eigin mállýzku, svar- aði hún á sama máh. Hann kvaddi nú í skyndi og flýtti sér heim á hótelið til að skrifa bréf til vinar síns, sem var prédikari. Fyrir u. þ. b. tveimur árum síðan hafði dóttur hans verið stolið, og for- eldrarnir höfðu syrgt hana mikið. — Ég hef fundið telpu hér, skrifaði hann. Hún talar mállýzku okkar og biður til Guðs, og ég vona að þetta sé dóttir þín. Strax og prédikarinn fékk bréfið, ferðað- ist hann hina löngu leið til að sjá Mayling, og strax og hann sá hana vissi hann, að þetta var dóttir hans. Hann keypti hana af fóstra hennar, og þau ferðuðust hamingjusöm heim til móðurinnar, sem beið full eftirvæntingar eftir að vita, hvort hún myndi fá telpuna sína aftur. Ef Mayling hefði ekki haldið fast við trúna á Jesúm, og beðið eins og pabbi og mamma höfðu kennt henni, hefði hún aldrei komizt heim til foreldra sinna og systkina. Það fylgir því stöðugt, mikil blessun að biðja Jesú og trúa á hann, þrátt fyrir það, að fólk, sem við umgöngumst, þekki hann ekki. • • • 42 LJDBBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.