Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 11
(L.llLnor__^triklelt: £títi?erketfHiJ Áslaug var á leiðinni heim. Hún var að koma úr skólanum og var þungt hugsandi. Hún var ung og glaðlynd stúlka, sem átti auðvelt með að vera vingjarnleg við aðra og gera öðrum gott. En í dag var hugur hennar upotekinn við stílverkefnið, sem þeim hafði verið sett fyrir. Hún tók ekki eftir neinu, sem gerðist í kringum hana. — Þetta var skelfi- legt, hugsaði hún. Þessi nýi kennari var al- veg ómögulegur. Hvernig, sem það var, þá gat honum dottið svo margt skrítið og und- arlegt í hug, eins og t. d. þetta í dag. f fyrsta tíma voru Biblíusögur, og þá höfðu þau rætt um það, hversu. miklu Jesús hafði fórnað fyrir mennina. Og þá datt kennaranum allt í einu í hug, að nú skyldi stílverkefnið vera um þessi orð Jesús, sem standa hjá Matteusi 25,40: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það." Og þarna gekk hún nú eftir götunni, heim á leið, og var nærri dottin um litla telpu- 'hnokka bakarans, sem sat við gangstéttar- brúnina og grét. — Af hverju grætur þú svona sárt, væna mín? — Æ, æ, hún átti svo bágt með að tala, en svo kom loksins öll sagan um Tass, sem hafði tekið skóinn hennar og hlaupið með hann í burtu. Áslaug hafði litla löngun til að draslast með hana heim í þetta sinn, en leiðin lá nú einmitt fram hjá húsi bakarans, svo að hún tók hana með sér. Allt gekk l.iómandi vel niður að næsta götuhorni. En hvað var nú þetta? —- Þarna kom Hans Jörgen hlaupandi fyrir hornið á fullri ferð. — Nei, Áslaug, ert þú nú orðin miskunn- sami Samveriinn, eða er það stílverkefnið, sem bú ert að leysa á þennan hátt? Þetta ertnislega bros gat komið manni í vont skap, en áður en hún gat sagt nokkuð, var hann kominn langt í burtu, upp eftir göt- unhi. Stílverkefnið, já. Það var hræðilegt. Það var svo leiðinlegt, að þetta skyldi einmitt vera seinasti stíllinn fyrir páskafríið. Og hún, sem þurfti að gera þessi ósköpin 811, áður en hún færi í útileguna með Elsu, Olgu og Önnu. Pabbi hafði lofað þeim sumar- bústaðnum, en þó með einu skilyrði, að þær gleymdu ekki, hvað páskarnir væru í raun og veru. Að gleyma því! Nei! Það hafði pabbi og mamma séð um, að hún gæti ekki gert. Þau tóku þátt í kristniboðsstarfi og fóru alltaf trúfastlega í kirkju. Þau vildu líka giarnan taka Áslaugu með sér, en hún gat ekki nærri alltaf farið. Hún var svo oft upptekin með vinkonum á sunnudögum. Um leið og hún hafði skilið við litla ang- , ann, flýtti hún sér heim. Niðri við hornið sá hún Möggu, bekkiarsystur sína, koma rogandi með stóran pakka. Þetta var áreiðanleea kjöll, sem einhver fín frú hafði verið að láta sauma. Mamma Möggu lifði nefnilega á bví að sauma fvrir fólk. Pabbi hennar hafði dáið í fangabúðum í Þýzkalandi. Og beir, sem höfðu þekkt hann, sögðu, að hann hefði ver- ið hetja á meðal fanganna. Magga, iá. Hún var alltaf svo föl og þreytt. Hún gat víst aldrei farið út til að fá sér göngutúr eða neitt því um líkt. En hún var dugleg í skólanum. Því gat enginn neitað. Það var víst aðeins Hans Jörgen, sem var ofar en hún. Áslaug hafði aldrei talað mikið við Möggu, en innst inni. hafði hún þó vorkennf henni. Siálf var hún fr.iáls eins og fuglinn fljúgandi, strax og hún hafði lokið við lexíurnar. Allt í einu datt henni nokkuð í hug. Ætli Magga hefði ekki einmitt pott af því að fara unn til fialla fvrir náskana? Aumingia Magga litla. Er> hvað myndu hinar segja, ef hún stvngi nú uno á því, að þær tækiu hana með sem stilk á fjögurra laufa smáranum, eins og þær höfðu kallað sig? Hún hugsaði sig um og LJDSBERINN 43

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.