Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 15
Um strútinn. Strúturinn getur orðið 140 kg að þyngd, lifað í 50 ár og orðið 2 m á hæð. Hann getur ekki flogið, en aftur á móti getur hann hlaupið eins hratt og veðhlaupahestur. Hreiðrið hans er hola í jörð- ina. í það verpir kvenfuglinn eggjum, sem eru u. þ. b. 1,5 kg hvert, einu annan hvern dag, þar til þau eru orðin 14 —15. Hún lætur sólina ekki klekja þeim út. Hún liggur sjálf þolinmóð á þeim, þar til ungarnir brjóta sig úr eggjun- um. Strúta-mamma getur alið upp 50 unga á einu ári. Það hefur verið reiknað út, að eitt strútsegg inniheldur jafn mikla hvítu og rauðu og 23 hænuegg. Ef mann langar að harðsjóða strútsegg, tekur það 45 mín., en þá hefur mað- ur líka nægan eggjamat í stóra veizlu. ★ ★ ★ Skotasögur. Englendingur gekk inn í lyfjabúð í Aberdeen og keypti fyrir 1 shilling. Hann borgaði með 10 shillinga peningi og fór án þess að hafa fengið til baka. Apótekarinn bankaði í rúð- una — með svampi. Skoti nokkur ók í bíl sínum fram hjá hóteli, en þar stóð á skilti: Bílageymsla ókeypis. Hann ók bílnum inn í bíl- skúrinn, og vörðurinn spurði, hvers konar herbergi hann vildi fá. — Herbergi? sagði Skotinn. — Ég ætla að sofa í bílnum! ★ ★ ★ Leiðrétting. Sú villa slæddist inn í orð- sendingu um verðlaun fyrir áskrifendasöfnun í síðasta blaði, að nafn einnar verð- launabókarinnar misritaðist: Indíánadrengurinn á að vera Smiðjudrengurinn. ★ ★ ★ Svör við krossgátu í síðasta blaði. Lóðrétt: 2 YS, 3 tuttugu, 5 kemur, 7 kýldi, 9 fer, 10 blý, 14 af, 15 án. Lárétt: 1 kytra, 6 súr, 8 ef, 10 bý, 11 meitill, 12 úr, 13 YD, 14 aga, 16 öfund. STAIXILEY - Framh. af bls. 48. fara á mis áður. —------ Þegar fósturfaðir Stanleys dó var verzlijn hans seld og nú varð Standley að leita annað sér til lífsviðurværis. Hann hafði allt- af haft gaman af að skrifa og það var ekki furða, að hugur hans skyldi hneigjast að blaða- mennsku. Hann gerði samning við nokkur dagblöð að senda þeim fréttir og greinar úr „villta vestrinu“. Fyrst í stað voru greinar hans viðvanings- legar. En með ástundun og staðfestu, sem var einn sterk- asti eðlisþáttur hans, leið ekki á löngu þar til honum tókst að ná tökum á pennanum.---------- Hann náði talsverðri hylli sem fréttaritari og greinarhöfundur i Bandáríkjunum. Honum datt þá í hug að fara út í heim og senda amerísku blöðunum fréttir af ferðalögum sínum. Hann fór til New York og náði tali af Gordon Bennet og bauð honum að skrifa í New York Herald. Stanley sagðist skyldi greiða kostnaðinn af ferðalög- um sínum. Bennett samþykkti og sendi hann strax til að skrifa fréttir af enskum leiðangri í Abyssiníu. oCjáiberinn -----------1---— >. Barna-og unglingablað með mynci- um. Kemur út sem svarar einu sinni á mánuði. Formaður út- gáfustjórnar er Ólafur Ólafsson, kristniboði, Ásvallagötu 13, sími 13427. Ritstjórar: Ástráður Sigurstein- dórsson, skólastjóri (áb.) og Sig- urður Pálsson, kcnnari. — Af- greiðslumaður er Magnús Á- gústsson, Ægissíðu 46, sími 14343. Utanáskrift blaðsins er: Ljósber- inn, pósthólf 243, Reykjavik. Áskriftargjald er kr. 35.00. Gjalddagi er eftir útkomu fyrsta blaðs ár hvert. Prentaður í Félagsprentsm. h.f.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.