Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 16
HENRY MORTON STANLEY • MYNÐASAGA r-s-^T-r.-r-r.- 1) Stanley og Livinstone, eru tvö nöfn, sem ekki verða aðskilin. Hvernig fundum þeirra bar saman í myrkviði Afríku er saga, sem aldrei gleymist og er einn skemmti- legasti viðburður úr sögu land- könnuða. Henry Morton Stan- ley var amerískur blaðamaður og ævintýramaður. Nafnið Livinstone var honum ekkert annað en viðfangsefni, sem hann átti að skrifa um, þangað til fundum þeirra bar saman í Afriku, þar sem dr. Livinstone hafði horfið í trúboðs- og rann- sóknarleiðangri.------------ Stanley var einn af mestu könnuðum Afríku. Hann ólst upp í hinni mestu fátækt en varð að lokum hyltur sem mik- ilmenni. Hann fæddist í Wales árið 1841. Foreldrar hans áttu við hina mestu fátækt að búa og skömmu eftir fæðingu Stan- leys, sem hét raunverulega John Rowland, strauk faðir hans á brott frá konu og barni. Móðir hans gat ekki séð fyrir honum og sendi hann á vinnu- hæli. Meðferð unglinga, sem fullorðinna á þessum illræmdu stöðum, var hin versta og upp- eldisáhrifin þar gerðu Stanley hlédrægan og að þvi er virtist kaldlyndan. — — — Þegar Stanley var orðinn 17 ára gam- all, sá hann sér tækifæri til að strjúka af vinnuhælinu og komst á skip, sem fór til Banda- ríkjanna. Þegar skipið kom til New Orleans, strauk Stanley af skipinu til að leita gæfunn- ar í hinu ókunna landi. Hann átti ekki nokkurn pening, enga vini eða félaga og ekki sér- þekkingu í neinni iðn eða öðru starfi svo hann gæti aflað sér fjár. Þetta var árið 1885. 2) Gæfan blasti við hinum unga Rowland, strax og hann kom til Bandaríkjanna. Þegar hann var að leita sér að vinnu varð hann svo heppinn að rek- ast á mann að nafni Henry Morton Stanley, sem var efn- aður kaupmaður og átti ekkert barn. Morton Standley tók svo miklu ástfóstri við þennan unga mann, að hann ættleiddi hann, fékk honum vinnu og lét hann taka upp nafn sitt. Nú gat hinn ungi Henry Morton Stanley notið alls þess, sem hann hafði þráð, en orðið að FRAMH. Á BUS. 47

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.