Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 2
Áhrif kœrleikans. Maður nokkur var að vetr- arlagi á ferð um eitt af skörð- um Alpafjallanna. Hann lenti í hríðarveðri. Loks varð hann svo ör- magna, að hann var að því kominn að gefast upp. Hann vissi vel, að honum var bráð- ur bani búinn, ef hann settist niður og lokaði augunum. En hann átti ekki lengur þrek til að halda sér uppi. Hann fann góðan stað, sem hann ætlaði að setjast á. En einmitt þegar hann ætlaði að taka af sér bakpokann, kom hann auga á eitthvað, sem stóð uppi úr snjónum. Hvað gat þetta verið? Það líktist mannsmynd. Allt í einu flaug honum í hug: ■— Þetta er maður, sem er að frjósa í hel. Ég get ef til vill bjargað honum. Örmagna ferðamaðurinn tók á öllu, sem hann átti til og fór að nudda manninn. En við það hitnaði honum sjálf- um og færðist nýtt líf í hann. Með því að bjarga náunga sínum, bjargaði hann einnig sínu eigin lífi. ★ ★ ★ Englavörður. Kristniboði nokkur og að- stoðarmaður hans urðu eitt sinn að fara til afskekkts stað- ar og sækja þangað í banka töluverða peningaupphæð. Það var orðið dimmt áður en þeir gátu lagt af stað heim aft- ur. Þeir urðu því að láta fyr- irberast á leiðinni. Þeir fólu sig Guði og lögð- ust til hvíldar undir beru lofti í fjallshlíð. Næsta morg- un héldu þeir ferðinni á- fram. Nokkrum vikum síðar kom maður til kristniboðsstöðvar- innar til að leita læknishjálp- ar. Maðurinn starði á kristni- boðann og sagði: — Ég hef víst séð þig áður. — Nei, sagði kristniboðinn, ég veit ekki til, að við höfum hitzt fyrr. — Jú, einmitt, svaraði mað- urinn, þú svafst í f jallshlíðinni um daginn. Við sáum nokkrir til ykkar í bankanum, þegar þið tókuð við peningunum. Við veittum ykkur eftirför og ætluðum að ræna ykkur. En við þorðum það ekki fyrir hermönnunum. — Hermönnunum, hrópaði kristniboðinn upp yfir sig og hló við. Það voru engir her- menn með okkur. — Jú, víst var það. Við töld- um þá. Þeir voru 16 og voru allir vopnaðir sveðjum. Knistniboðinn lét manninn standa í þessari meiníngu, en hélt sjálfur, að þetta væri allt ímyndun. Nokkru seinna, er kristni- boðinn var kominn til heima- lands síns, sagði hann frá þess- um atburði. Eftir samkomuna kom einn af samkomugestum til kristni- boðans og spurði: — Hvaða dag var það, sem þú lást úti í fjallshliðinni? Kristniboðinn leit í dagbók sína. Samkomugesturinn svaraði: — Þennan dag höfðum við okkar vikulega bænafund. Okkur kom saman um að biðja fyrir þér. Við vorum 16 saman í það sinn! ★ ★ ★ Undarleg erfðaskrá. Göfuglynd, frönsk hefðar- frú lét einhverju sinni taka sér blóð úr handlegg. Þótt blóðtökumaðurinn væri ein- hver duglegasti læknir í París- arborg, var hann þó svo ó- heppinn, að hann skar sundur lífæð á hendi. Að fáum dögum liðnum kom bólga í handlegg- inn svo illkynjuð, að taka varð hann af. En þetta verk tókst ekki betur en svo, að konan dó skömmu síðar. Áð- ur hafði hún gert erfðaskrá, þar sem kveðið var á um, að læknirinn skyldi fá fé til ævi- langs viðurværis. „Ég hef gef- ið honum þetta,“ sagði hún, ,,af því að ég þóttist sjá fyrir, að óvarkárni og óheppni hans með mig mundi svipta hann trausti margra og þannig gjöra honum erfitt fyrir að sjá fyrir sér og sínum. Af hverju hefði aumingja mað- ur.inn þá átt að lifa.“ ★ ★ ★ r, o LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.