Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 5
Lilja Kristjánsdóttir: DRIFA StlfJtM úr sreitinni 'lííi Hún Drífa var ljómandi falleg, hvít tík með hringaða rófu og brún, gáfuleg augu. Um fæðingardag hennar veit ég ekki, því að hún var orðin fullorðin, þegar ég kynntist henni fyrst. En upp frá því urðum við beztu vinir meðan Drífu entist aldur. í fyrsta sinn, þegar hún sá mig, gelti hún ekki heldur þefaði vandlega af mér og dillaði síðan rófunni ofurlítið eins og hún vildi segja: Ég held, að þú sért ekki sem allra verst. Ég vissi ekki þá, að Drífa gerði mikinn mannamun, þegar gesti bar að garði. Að sum- um gelti hún og lét ófriðlega. Öðrum mætti hún í snuðrandi þögn. Og sumum fagnaði hún eins og gömlum vinum. Ég veit ekki orsökina til mismunandi framkomu hennar. En stund- um datt mér í hug, að hún væri meiri mann- þekkjari en við gerðum okkur ljóst. Vitsmunir Drífu komu fram á margan hátt. Það, sem við hana var sagt skildi hún og var ákaflega hlýðin skipunum okkar. Ýmis dæmi get ég nefnt þessu til sönnun- ar: Eitt sinn dvöldu tveir iðnverkamenn hjá okkur í hálfan mánuð. Þeir komu með mikið af nauðsynlegum áhöldum með sér og geymdu þau í stórum verkfærakistum. Kist- ur þessar voru bornar inn í kjallarann, en þar bjó Drifa. Ég var uppi í eldhúsi við vinnu mína og vissi ekki fyrr en kjallarahurðinni var hrund- kvöldið, gat hann aftur beðið kvöldbænina sína. Það hafði hann ekki getað síðan hann tók peningana. Þessi þjófnaður hefði getað orðið Bjössa til tjóns, ef hann hefði þagað. Þá hefði syndin skilið hann frá Guði. Það gera allar syndir, sem við viljum ekki játa og biðjast fyrirgefningar á. ið upp og Drífa kom með miklu írafári að fótum mér. Hún rak upp smábofs, hljóp aftur til dyranna, sneri sér við, leit til mín óþolin- móðlega og gelti að nýju. Ég skildi strax, að hún vildi mér eitthvað, svo að ég fylgdi henni eftir. Hún hljóp niður í kjallara, gekk að verk- færakistunum, rak í þær trýnið, klóraði með fótunum og gelti. — Drífa mín, sagði ég. — Mennirnir eiga þetta, og mennirnir ætla að hjálpa okkur. Þess vegna á þetta að vera hér. Hún leit á mig, dillaði rófunni og virtist ánægð. Frá þessari stundu snerti hún ekki við neinu af tækjum mannanna. Drífa var barngóð, þó að stundum á seinni árum kysi hún heldur að fara einförum en vera fóstra og leikfélagi krakkanna. Sumar nokkurt dvaldi hjá okkur lítil ung- frú frá Reykjavík, Kristín að nafni, tæpra fjögurra ára að aldri. Hún hafði Drífu fyrir hest, barn, bangsa og fleira, og alltaf voru gæðin hin sömu. Eitt kvöld áttum við stóra fólkið óvenju annríkt við heyvinnu, svo að mér vannst ekki tími til að koma Kristínu litlu í rúmið. Hún og Drífa höfðu leikið listir sínar í kring um mig, en nú voru báðar orðnar þreyttar. Ég sneri mér því að telpunni og sagði: — Farðu til ömmu, Kristín mín, og biddu hana að hjálpa þér að hátta. Það kom svolítil skeifa á litla andlitið: — Ég get ekki farið ein heim. — Nei, þú ferð ekki ein. Drífa fer með þér, svaraði ég. Síðan sneri ég mér að Drífu og sagði: — Farðu heim með henni Kristínu, Drífa mín. LJOSBERINN 53

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.