Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 15
Orðsendingiar. Nú stendur víða yfir inn- heimta á áskriftargjaldi Ljós- berans. Eru áskrifendur vin- samlega beðnir um að greiða það strax við fyrstu framvís- un reikninga. Þeir, sem feng'- ið hafa póstávísanaeyðiblöð, eru beðnir um að muna eftir því, að senda greiðslu strax um hæl.----------- Nokkrir vilja tilkynna úr- sögn úr blaðinu um leið og reikningnum er framvísað. Þeim skal bent á, að úrsögn er bundin við áramót, og eru þeir því skuldugir fyrir yfir- standandi ár. — —- —- Munið að tilkynna afgreiðsl- unni bústaðaskipti. ★ ★ ★ Leikur. Miðnætti. Einn leikandi er tófa, hinir eru lömb. Tófan á sér greni í einu horni leikvallarins. Lömbin eiga sér rétt í horn- inu andspænis. Tófan fer úr greninu, og lömbin dreifa sér um völlinn og eins nærri tóf- unni og þau þora. Þau spyrja hana alltaf, hvað klukkan sé. Segi hún, að klukkan sé sex, tjö o. s. frv., er þeim óhætt. En segi tófan, að það sé mið- nætti, þá flýja lömbin heim í réttina, því á þeim tíma má hún veiða þau. Nái hún lambi, verður tófan að lambi og lambið að tófu. Séu börnin fá í leiknum, má tófa safna því, sem hún nær, í greni sitt, og verður sá síðasti tófa í næsta leik. ★ ★ ★ Kafíi. Kaffidrykkja er ákaflega ný til komin nautn. í gamla daga drukku hinir ríku vín og mjöð, en fátæklingarnir urðu að láta sér nægja að drekka vatn. Fyrir rösklega 300 árum kom kaffið til Ev- rópu. Kaffið er upprunnið í Kaffahéraðinu í Eþíópíu. Það- an fluttist það til Arabíu. Menn í Evrópu hlustuðu undrandi á frásagnir af þess- um undarlega drykk, sem mú- hameðstrúarmenn drukku til að halda sér vakandi við hin- ar löngu guðsþjónustur sínar. Seinna fluttist kaffið til Tyrk- lands. Tyrkjunum þótti mik- ið varið í þennan drykk. Þeir héldu því fram, að hann eyddi áhyggjum, yki ánægjuna og gerði menn hrausta og heil- brigða. Tyrkneskir sendi- menn fluttu kaffið með sér til Evrópu. Kaffið fékk fljótlega marga vini, en einnig marga óvini. Prinsessa nokkur skrifaði í sendibréfi, að hún kysi heldur gott gamaldags öl en þetta nýtízkulega vatn með sóti í. ★ ★ ★ Veiztu? 1. Hvort var skapað á und- an, land dýrin eða fuglarnir? 2. Hvaða blóm talar Jesús um í fjallræðunni? 3. Hvað var tréð kallað, sem Eva tók ávöxtinn af? 4. Við hvaða dýr var farí- seunum líkt? 5. Við hvaða tré líkti Jesús sjálfum sér? 6. Hvaða fugla sendi Nói úr örkinni? 7. Hvaða frækorn er minnst allra samkvæmt frásögn Bibl- íunnar? 8. Hvaða húsdýr virðist hafa staðið Jesú næst? 9. Vitum við nokkurt dæmi þess, að Jesús riði hesti? 10. Hver notaði úlfaldahár í kiæði sín? ★ ★ ★ Svör. •uejjJis souueqop ’ox — •euse e sujage ‘J3M ’6 — 'quiBT '8 — 'UJOijSQjejsnpj 'i — •njnp go ujgjh '9 — ‘STAuja •g — 'Ejjn §o jnjgpH -f — •ajjsgujujjjjs -g — 'jnCjjH z — 'jjujejgnjj -j — ‘njziaA oCjóilerinn -----------------f*. Barna- og unglingablað með mynd- um. Kemur út sem svarar einu sinni á mánuði. Formaður út- gáfustjórnar er Ólafur ólafsson, kristniboði, Ásvallagötu 13, sími 13427. Ritstjórar: Ástráður Sigurstein- dórsson, skólastjóri (áb.) og Sig- urður Pálsson, kennari. — Af- greiðslumaður er Magnús Á- gústsson, Ægissíðu 46, sími 14343. Utanáskrift blaðsins er: Ljósber- inn, pósthólf 243, Reykjavík. Áskriftargjald er kr. 36.00. Gjalddagi er eftir útkomu fyrsta blaðs ár hvert. Prentaður í Félagsprentsm. h.f. _____________________________z LJD5BERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.