Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 2
fleonar mörnrnu Gó3u sokkamir. Prestur nokkur var mjög góðgerðarsamur. Hann lét aldrei neinn fátækling frá sér án þess að rétta eitthvað að honum. Ef hann átti ekki pen- inga, gaf hann fötin utan af sér. Hann átti góða og duglega konu. Henni var annt um fá- taeka, en henni var ekkert gefið um, að föt prestsins hurfu á þennan hátt. Dag nokkurn sá hún fátæk- ling koma glaðan í bragði út af skrifstofu prestsins. Hún fór að aðgæta í sokkageymslu prestsins og sá þá brátt að ein- ir af beztu sokkum hans voru horfnir. Hún sneri sér þá að manni sinum og sagði: — Elsku maður minn, nú hefur þú aftur gefið frá þér eina af beztu sokkunum þín- um! — Já, elskan mín, svaraði presturinn. Ég þurfti ekki að gefa manninum lélega sokka, þá átti hann sjálfur. Góða prestskonan brosti við bónda sínum og kyssti hann. Hún fyr.irgaf honum í þetta sinn eins og svo oft áður. ★ ★ ★ Litli prédikarinn. — Ég ætla að verða prestur, þegar ég verð stór, sagði Nonni litli. Þá brosti amma og sagði: — Mér sýnist þú vera orð- inn nógu stór til að prédika, litli frændi. — Og ég er nú hræddur um ekki, sagði Nonni, þegar hann var búinn að hugsa sig dálítið um, ef svo væri, þá vissi ég áreiðanlega, hvernig ég ætti að fara að því, en það veit ég nú ekki! — Þú veizt það víst og get- ur prédikað, Nonni minn. Ég skal gefa þér góðan texta, hann hljóðar svona: — Verið ástúðlegir hver við annan! — Það er ekkert hægt að útlista þennan texta, sagði Nonni. Maður á bara að vera ástúðlegur við alla. Það er allt og sumt. — Þetta er nú samt texti handa ungum prédikara og smáum til að leggja út af í fyrsta skipti. Gaman þætti mér að heyra þig prédika út af honum í heila viku. — Prédika í heila viku! Hvað ertu að segja, amma! Það get ég ekki, hrópaði Nonni. — Geturðu ekki verið ástúð- legur við hvern og einn, sem þú hittir í vikunni? Nonni leit hugsandi niður fyrir sig og sagði: — Er það að prédika? — Já, það er að prédika og er meira að segja bezta pré- dikunaraðferðin. Góður prest- ur verður að prédika þannig, annars vill fólkið ekki hlusta á, hvað hann segir í stólnum. — Gott er það, sagði Nonni og stundi við, ég skal reyna það. En það var nú annars ekki þess konar prédikun, sem ég var að hugsa um. — Mundu nú eftir að sýna hverjum og einum, hvað það þýðir að vera ástúðlegur, sagði amma. Þegar Nonni var í skólan- um daginn eftir, hugsaði hann með sér, að ekki væri það á- stúðlegt af sér við kennslu- konuna að hvíslast á við hin börnin í tímunum. Og hann þagði eins og steinn. — Það er ekki ástúðlegt af mér, ef ég flýti mér ekki, þeg- ar mamma sendir mig, hugs- aði Nonni. Og nú fór hann að temja sér að gera allt fljótt og vel, sem honum var sagt að gera. Þegar vikan var liðin, sagði amma við Nonna sinn: — Hvernig geðjast þér svo að því að prédika, Nonni litli. — Alér féll það vel. En, amma, ég held, að allir hafi verið að prédika út af sama textanum, því að allir hafa verið svo ástúðlegir og góðir við mig. ★ ★ ★ /Efing skacar meistarann. Píanósnillingurinn heims- frægi, Arthur Rubinstein, sagði eitt sinn: — Ef ég æfi mig ekki i einn dag, finn ég það sjálfur, æfi ég mig ekki i tvo daga, finna vinir minir það og æfi ég mig ekki í þrjá daga, finna á- heyrendur mínir það! 66 IJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.