Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 3
40. árg., 5.-6. tbl. Mjcsberinn Sumarið 1960. ÓLfur Óíafóion: ÆTTARLAND, ÞIG ELSKUM VÉR Land, skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Meira en þúsund ár eru liðin síðan ísland byggðist. Hvernig leit landið okkar þá út? Fyrir þúsund árum voru hér engir vegir og engar brýr, heldur ekki falleg hús, stór og slétt tún eða önnur áberandi mannvirki. Samt var landið miklu fegurra þá en það nú er. Árið 960 hefur verið miklu meiri gróð- ur á íslandi en nú, árið 1960, líklega helm- ingi meiri. „í þann tíð var ísland viði vaxit milli fjalls og fjöru,“ segir í íslendingabók. Þá hef- ur víða verið kjarr og skógur á láglendi og inn til dala, líklega fjórum sinnum meira en nú. ! : 1 ’ ;J Veiztu það, að þriðji hlutinn af íslandi er jöklar, hraun og sandar? Þú veizt það, og þig tekur sárt til þess. En er nokkuð við því að gera? Ekki er á nokkurs manns færi að bræða jöklana. Öðru máli gegnir um gróin hraun eða mela, sanda, urðir og moldarflög, þar sem áður var skógur, kjarr eða graslendi, og landsmenn sjálfir eiga mikla sök á að eyddist. Það var fyrst og fremst féð, sem eyðilagði allan gróður á stór- um svæðum. Oft gekk það úti allt árið og var þá nær- göngult við gróðurinn. Þá beit það kjarrið og sprotana af trjánum og nagaði vor- gróðurinn niður í rót. Auk otj sýnuwn þaö í nerhi þess hjuggu menn skógana miskunnarlaust til eldsneytis og húsagerðar. Nú er öllu þessu hætt. Nú á að friða land- ið og græða sárin á líkama fósturjarðarinn- ar. Það á að gæta betur búfénaðarins. Það á að sá fræi í sanda og flög. Og það á að gróðursetja tré í gróin hraun, berar skriður fjallshlíða okkar fögru dala, — unz ísland verður aftur land skógivaxið milli fjalls og fjöru. Hvað er unnið með því að rækta skóg? Skógur er ákaflega nytsamur og fyrir okk- ar land alveg ómissandi. Þegar rignir á skóglaust land, verða ár og lækir dökkmórauð af framburði. Vatnið TJng og gróskumikil furutré í fögrum trjálundi í nágrenni Reykjavíkur. LJÓSBERINN 67

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.