Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 5
Síðan grófu þeir holur fyrir þær í fjórum röðum, og voru grenitré sett í þær." Nú eru trén orðin stór, það hæsta 12 metra hátt. Þið munuð hafa ánægju af að sjá myndina af Gunnari, sem nú er orðinn roskinn maður, þar sem hann stendur milli trjánna, sem hann gróður- setti fyrir 55 árum. Og Ljósberinn birtir aðra mynd af 12 ára gömlum dreng, þar sem hann stend- ur milli furutrjáa er nefnast stafafura. Trén eru eldri og stærri en hann. Við ættum að horfa á þá mynd lengi, horfa á hana, þangað til okk- ur fer að þykja vænt um drenginn og trén, — já, þykja vænt um öll fallegu börnin og ungu trén, sem nú eru að vaxa upp á íslandi. — Feiknamiklir skógar eru í Noregi. Þó gróðursetja Norðmenn á ári hverju margfalt fleiri tré en íslend- ingar. Timbur er einn aðal- útflutningur þeirra, og ákaf- lega mikið byggja þeir sjálf- ir úr timbri. En þeir gæta þess vel, að eyða ekki skóg- unum sínum. Án skóga væri Noregur auðn á borð við há- lendi íslands. Börnin gera sitt til þess í Noregi að efla skógrækt í landinu. Efstu bekkir barna- skólanna vinna nokkuð að því á hverju vori, þar sem því verður við kom- ið, að gróðursetja trjáplöntur. Og er mikil tilhlökkun þeirra og ánægja. Gaman.og gagnlegt væri, að sem flest ís- lenzk börn yrðu slíkrar ánægju aðnjótandi, fengju sem flest að vinna að því að klæða okkar nakta og kalda land skógi og öðrum góðum gróðri. — Unglingar í skóla einum hér á landi gróðursettu eitt vorið — fyrir fáum árum — 9300 trjáplöntur. Maðurinn, sem þú sérð á myndinni, gróðursetti þessi tré jyrir 55 árum, en hann var þá 10 ára gamall. Félagið, sem allir ættu að vera í. Einn er sá félagsskapur á Islandi, sem allir ættu eiginlega að vera í, hvert einasta manns- barn: — Skógræktarfélag ísands. Enginn sánn- ur íslendingur getur látið sér standa á sama um það, — ekki heldur börnin. Skógræktarfélag íslands var stofnað á Þing- völlum árið 1930. En þá var þar minnzt 1000 ára afmælis Alþingis. Félagið er því réttra 30 ára gamalt. En lÖngu, löngu áður höfðu margir góðir Islendingar — og jafnvel út- UDS'BERINN 69

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.