Ljósberinn - 01.06.1960, Page 6

Ljósberinn - 01.06.1960, Page 6
lendir menn líka — hugsað mikið um það, að nauðsynlegt væri að klæða landið aftur skógi, eins og það var til forna. Félagið vinnur að því að friða gömlu birki- skógana okkar, rækta nýja skóga og leiðbeina mönnum í meðferð skógar. Milljónir trjáa hafa verið gróðursett á vegum þess. Einstak- lingum og skógræktarfélögum út um land, hefur það útvegað plöntur. — Félagið gefur út ársrit ákaflega lærdómsríkt fyrir alla, sem vilja vinna að fegrun landsins. Svo kvað Jónas Hallgrímsson: „Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna, skáldið hnigur og margir í moldu með honum búa, — en þetta skeður!“ — Ljósberinn óskar Skógræktarfélagi ís- lands góðs gengis og þakkar félaginu fyrir leyfi til að nota myndir og styðjast við ýms- an fróðleik Ársritsins. * Landgræðslusjóöur Á bls. 67 sjáið þið mynd af merki, sem selt var á Þingvöllum 1944, en þá var gengið frá stofnun íslenzka lýðveldisins, eins og þið vit- ið. Ágóði af sölu merkisins var látinn renna í sjóð, sem þá var stofnaður og nefnist Land- grœðslusjóður. Með ýmsu öðru móti hefur þessum sjóði verið aflað tekna, en honum á að verja til þess að rækta hverskonar gróð- ur, gras eða tré, þar sem nokkur möguleiki er til þess. Það var góð hugmynd. Ekki geta allir unn- ið að ræktun landsins. Þá er að gefa pen- inga til landgræðslusjóðs, svo að því fleiri geti unnið að því að gera landið okkar feg- urra og betra. HEIMSINS Áður en jjöllin fœddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. í upphafi skapaði Guð himin og jörð. En jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu. Þá sagði Guð: Verði ljós! Og það varð strax ljós. — Það var fyrsti dagur. Annan dag sagði Guð: Verði festing milli vatnanna! Og það varð. Og Guð kallaði festinguna himin. Þriðja dag sagði Guð: Vötnin undir himninum safnist í einn stað, svo að þurr- lendið komi í ljós! Og það varð. Og Guð kallaði þurrlendið jörð. En safn vatnanna kallaði hann haf. Síðan sagði hann: Á jörð- inni vaxi gras, jurtir alls konar og aldintré! Og það varð. Jörðin grænkaði og á henni uxu jurtir og ávaxtatré alls konar. Fjórða dag sagði Guð: Verði Ijós á fest- ingu himinsins! Og það varð. Guð skap- aði sól og tungl og stjörnur, til að lýsa jörðina. Fimmta dag sagði Guð: Vötnin verði kvik af fiskum og fuglar fljúgi um jörð- ina! Og Guð skapaði fugla og fiska, ótelj- andi tegundir, smáa og stóra. Sjötta dag sagði Guð: Verði alls konar dýr á jörðinni! Og það varð. Síðast skapaði Guð manninn. Og Guð leit allt, sem hann hafði gert, og sjá, það var undursamlega gótt. En sjöunda daginn hvíldist Guð. Og hann blessaði hann og helgaði. Eg trúi á Guð föður, skapara himins og jarðar. 70 IJOSBERINN

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.