Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 7
„ÆTTUM VIÐ AÐ KLÆÐA FJALLIÐ?" BABA EFTIR BJORNSTJERNE BJORNSON Uppi á milli fjallanna lá djúpt gil, og eftir gilinu rann á. Hún var vatnsmikil og rann þyngslalega yfir grjótið og urðirnar. Báðum megin var hátt og bratt og öðrum megin öld- ungis gróðurlaust. En hinum megin í gilinu var skógi vaxið og það svo fast niður að ánni, að hún flóði þar yfir vor og haust. En skógurinn sá að- eins upp í himininn og niður í ána og gat ekkert breiðzt út. — Ættum við ekki að klasða fjallið? sagði einirinn einu sinni við útlenda eik, sem stóð nær honum en nokkurt annað tré í skógin- um. Eikin leit niður fyrir sig, til þess að gá að, hver þetta væri. Svo leit hún upp aftur, en svaraði engu. Áin rudd- ist svo fast fram, að öldurn- ar hvítféllu. Norðanstormur- inn var kominn inn í gilið og hvein í hamrakleyfunum. Berir fjalldrangarnir slúttu fram yfir gilbarmana og stóð af þeim kuldi. — Ættum við ekki að klæða fjallið? sagði einirinn og leit til furutrésins, sem stóð hinum megin við hann. — Eigi það nokkurn tíma að verða gert, þá verðum við að gera það, sagði furan, strauk kampinn og leit til bjarkarinnar. — Hvað sýnist þér? Björk- in leit upp eftir fjallinu. Henni fannst hún varla geta dregið andann, svo þyngsla- lega slútti það fram yfir hana. — Við skulum klæða það, í Guðs nafni, sagði björkin, og ekki voru það fleiri en þau þrjú, og þó ásettu þau sér að klæða fjallið. Einirinn gekk á undan. Þá er þau komu spölkorn áleiðis mættu Þegar þessi drengur er orSinn stór, verður staffuran líklega helmingi hœrri en hann. LJ ÚSQERINN 71

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.