Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 8
þau lynginu. Einirinn ætlaði að láta sem hann sæi það ekki. — Nei, láttu lyngið koma með, sagði furan. Svo slóst lyngið í förina. En ekki leið á löngu áður en fór að hrapa undan eininum. — Haltu í mig, sagði lyngið. Einirinn gerði það, og alls staðar fann lyng- ið smugu til þess að stinga fingrunum í, en þar sem lyngið hafði fyrst náð fingrafestu, þar náði einirinn handfestu. Þau klifruðu og klifruðu, furan stritaðist á eftir, svo björkin. En svo fór fjallið að hugsa um, hvað það gæti verið, sem væri að klifrast upp eftir því. Og þegar það hefði brotið heilann um þetta nokkrar aldir, þá sendi það dálítinn læk niður eftir til að gá að því. Það var í vorleysingum, og lækurinn hoppaði ofan eftir, þangað til hann mætti lynginu. — Góða, góða lyngið mitt, lofaðu mér að halda áfram, ég er svo lítill, sagði lækurinn. Lyngið var í óða önn, létti sér ögn upp og tók svo aftur til óspilltra málanna. Lækur- inn smaug undir og hélt svo áfram, þangað til hann kom þar sem furan stóð í brekkunni og blés mæðilega. — Góða, góða fura mín, viltu ekki lofa mér að halda áfram, ég er svo lítill, sagði lækur- inn, kyssti fótinn á furunni og gerði sig svo blíðan, sem honum var unnt. Þá varð furan hálf smeyk og lofaði honum að fara. En björk- in rýmdi til fyrir honum án þess að hann bæði hana. —- Hæ, hæ, hæ! sagði lækurinn og belgd- ist upp. — Hó, hó, hó, sagði lækurinn og slengdi öllu um koll, lynginu, eininum, furunni og björkinni, og þau botnveltust niður brekk- urnar. En í mörg hundruð ár á eftir var fjall- ið hróðugt af þessu og hugsaði um, hve lag- lega það hefði brosað í kampinn þennan dag. Það var svo sem auðséð: Fjallið kærði sig ekkert um að þau klæddu það. Lynginu var gramt í geði. En það varð grænt að nýju og fór þá aftur á stað. — Áfram! sagði lyngið. Einirinn hafði risið upp á olnbogann til þess að horfa á eftir lynginu. Svo reis hann upp á hækjur sínar og horfði, og ekki vissi hann fyrr af en hann stóð alveg uppréttur. Hann klóraði sér í höfðinu, fór af stað og beit sig svo fast niður í fjallið, að hann hugsaði að það hlyti að finna til. — Þó þú viljir ekki, þá vil ég. Furan fór að hreyfa tærnar til þess að vita hvort þær væru ekki brotnar, svo lyfti hún öðrum fæt- inum og sá að hann var heill, svo hinum og hann var líka heill, og þá hélt hún af stað. Fyrst gætti hún að, hvar hún hafði áður geng- ið, síðan hvar hún hefði oltið um koll og loks, hvar hún ætti að fara. Svo þrammaði hún áfram og lét sem hún hefði aldrei dottið. Björkin hafði skitið sig alla út. Nú reis hún upp og fór í ný föt. Og nú var haldið áfram, alltaf á fleygiferð, upp eftir og til hliðanna, hvort sólskin var eða regn. — Hvað á allt þetta að þýða? sagði fjallið, þegar sumarsólin stafaði geislum sínum nið- ur á það, en daggdroparnir glitruðu, fuglarnir sungu, skógarmúsin tísti, hérinn hoppaði og hreysikötturinn ýlfraði í skógarliminu. En nú var runninn sá dagur, að lyngið skyldi stinga kollinum upp yfir fjallsbrúnina. — Onei, nei, nei! sagði lyngið — og hvarf upp af brúninni. .— Hvað skyldi það geta verið, sem lyngið sér? sagði einirin’n og klifraði, þangað til hann gat gægzt upp. — Onei, onei! kallaði hann og hvarf á svip- stundu. — Hvað er það, sem á gengur fyrir einin- um í dag? spurði furan og stikaði stórum, þótt heitt væri sólskinið. Hún gat tyllt sér á tá og gægðist upp. . — O — o, nei! Hver grein og hver angi á furunni reis við, svo mikið fannst henni um. Hún þrammaði áfram, komst upp og svo var hún horfin. — Hvað getur það verið, sem þau sjá öll, nema ég? sagði björkin, kippti upp um sig pils- unum og trítlaði á eftir. Allt í einu rak hún höfuðið upp fyrir brúnina. — Óhó! Hér er þá kominn þéttur skógur, furur, lyng, einir og birki -—■ og bíður eftir oss, sagði björkin og blöðin skulfu í sólskin- inu, svo daggardroparnir hrísluðust í allar áttir. — Já, þetta er nú kallað að komast áfram, sagði einirinn. ☆ ★ ☆ 72 LJ ÖSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.