Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 9
LAlVIÐ S/IGA EFTIR GUNNAR HJDBERG Lárusi haíði legið eitthvað þungt á hjarta í nokkra daga. Það var eins og hann gæti ekki almennilega verið glaður. Amma hans spurði hann einu sinni, og móðir hans spurði hann öðru sinni, hvað væri að, þegar hann sat nið- ursokkinn í hugsanir sínar og gleymdi bæði að lesa og skrifa. En það, sem íþyngdi honum, voru aðeins fimmtíu aurar. Hann hefði aldrei trúað, að slíkir smámunir gætu valdið slíkum erfiðleik- um og byrði. En nú vissi hann það. Fimmtíu aurar gátu valdið drengshjarta hræðilegum erfiðleikum. Þegar það gerðist, þetta með fimmtíu aurana, hafði hann ekki hugsað neitt að ráði, en seinna — ó, hve hann hafði hugsað og hugsað. Það byrjaði með því, að hann sá, að Lísa var eitthvað að pukra inni í svefnherberginu. Lísa var eldri en Lárus. Hún var tíu ára, en Lárus aðeins átta ára. Hvað skyldi Lísa vera að gera? Lárus var mjög forvitinn að vita það. Einu sinni laumaðist hann hljóðlega upp á bekk, sem stóð fyrir utan gluggann úti í garðinum, og gægðist inn. Hann sá, að Lísa stakk hendinni á bak við stóru dragkistuna og tók fram litlar öskjur og lét eitthvað í þær. Þetta var leyndardómsfullt. Lísa hafði yfir- leitt ekki dulið neitt fyrir Lalla, en þetta var atriði, sem hann vissi ekki um. Tveim dögum síðar gat Lárus ekki stillt sig. Hann stakk hendinni á bak við dragkistuna og greip utan um eitthvað kalt. Það voru svartar öskjur. Öskjurnar voru ekki læstar, og hann opnaði þær. — Hoj! Það voru margir smápeningar í öskjunum, og hann tók að róta í þeim. Það voru bæði hvítir og brúnir peningar, og hann skildi, að þetta voru miklir peningar. Hann setti öskjurnar varlega á sinn stað, fór út úr herberginu og braut heilann um, hvers vegna Lísa hefði peningana sína þarna. Einn daginn stóðst Lárust ekki lengur mát- ið. Peningarnir í öskjunum hennar Lísu löð- uðu og lokkuðu hann. Hann fór inn í svefn- herbergið, dró fram öskjurnar og tók úr þeim fimmtíu aura. Síðan setti hann öskjurnar aft- ur á sinn stað og stakk peningunum í vasann. Nú ætlaði hann að kaupa sér eitthvað gott! Hann hafði lengi langað í eitthvað af því góð- gæti, sem til var hjá kaupmanninum. En þegar hann fór að eta súkkulaðið, sem hann hafði keypt, varð honum eitthvað þungt í hjarta og honum leið illa. Þetta var þá ekk- ert gott eftir allt saman. Og þessi leiðindatil- finning vildi ekki hverfa frá honum allt kvöldið, já, hún elti hann, þegar hann fór að hátta um kvöldið og orðið var dimmt. Hann lá lengi vakandi, og þegar hann loks- ins sofnaði, dreymdi hann um stóra peninga, sem voru eins og stærðar hjól, og öll hjólin ultu í áttina tál hans. Morguninn eftir var Lárus mjög fölur. Móð- ir hans spurði, hvort nokkuð væri að honum, en hann kvaðst ekki vera veikur. Þegar hann kom heim frá skólanum, mætti hann Lísu í tröppunum. Það virtist liggja illa á henni, og Lárusi skildist, að nú mundi það koma. — Lárus, sagði hún snökktandi. — Já, svaraði Lárus og titraði lítið eitt, ekki af hræðslu heldur af blygðun. — Heyrðu, heyrðu ... — Já. Lárus gat ekki sagt meira. — Ég skal segja þér, Lárus, ég hef safnað dálitlu af peningum, sem ég ætlaði að nota til þess að kaupa nokkuð handa mömmu. Hún átti að fá inniskó, svona með skúf á. — Já. Lárus fékk sting í hjartað. — Og nú lítur út fyrir, að ég hafi talið skakt. Larsen kaupmaður vildi fá tólf krónur og fimmtíu aura fyrir þá. Hann hafði meira að segja gefið eftir eina krónu, af því að það var ég. — Jæja. — Ég ætla að kaupa þá ekki á morgun held- ur hinn, en nú eru bara tólf krónur í öskjun- um. Átt þú nokkuð, Lárus? — Nei, nei, ekki núna. — Ég hélt örugglega, að það væru tólf krón- ur og fimmtíu aurar í ... LJDSBERINN 73

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.