Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 10
‘— En heldur þú, að þú fáir þá ekki fyrir tólf krónur, sagði Lárus til þess að reyna að hugga Lísu. — Nei, það fæst ekki. Larsen ætlaði að selja þá reglulega ódýrt, sagði hann, svo að það gengur áreiðanlega ekki — Jæja. En það hlýtur að takast á einhvern hátt. — Ég get ekki unnið mér inn fimmtíu aura þangað til á morgun. Getur þú gert það? — Nei, ja, ég skal reyna. Lárus reyndd að kveikja vonarneista hjá Lísu. Hann klappaði henni á kinnina og reyndi að vera eins góður og hann gat. Ef hann hefði verið karlmannlegur, hefði hann átt að segja henni, að það hefði verið hann, sem tók fimmtíu aurana, en það var svo hræðilega erfitt. Þá mundi Lísa áreiðanlega verða enn sorgbitnari, því að hún hefði aldrei trúað neinu þvílíku á Lárus, og nú skildi hann þetta enn betur en áður. Nú hafði hann meira að segja eyðilagt ráðagerð Lísu um að gefa mömmu inniskó á mæðradaginn. — Þetta hlýtur að takast, sagði hann í húgg- unar skyni. Það hlýtur að takast! Ég ætla að fara strax út. Við eigum ekki að lesa neinar lexíur fyrir morgundaginn, svo að það getur verið, að ég geti unnið mér eitthvað inn. — Hvernig ætlar þú að fara að því? sagði Lísa mjög efablandin. — Ég veit það ekki, svaraði Lárus. — Nei, það tekst ekki. — Jú, ef til vill! Hver veit? Gráttu ekki, við höfum allan seinni hluta dagsins í dag og á morgun fyrir okkur. Lárus flýtti sér inn með bækurnar sínar. Hann át þegjandi matinn, sem móðir hans hafði tekið til, og svo flýtti hann sér út aftur. Nú varð hann að reyna að gera eitthvað. En það var sannarlega erfiðara að koma því í framkvæmd en hann hafði hugsað sér. Hann kom heim í þungum hugsunum. Mamma sá það, amma sá það, og Lísa sá það. Þær spurðu hann, hvað væri að, en hann vildi helzt ekki svara. Svo kom kvöldið. Hann fór að hátta, en hve honum gekk erfiðlega að sofna. Þegar Lísa bað kvöldbænina, bað hún um, að eitt- hvað yrði til þess að hjálpa henni. Lárus gat ekki beðið kvöldbænina sína þetta kvöld. Hann lá órólegur í rúminu, langaði mest til þess að fara á fætur, vefja handleggjunum um hálsinn á Lísu og biðja um fyrirgefningu. Nóttin varð æ dimmari, en Lárus var æ bet- ur vakandi. Honum fannst hann heyra hvísk- ur og skrjáf í kringum sig. Hann settist upp í ★ PÉTLR LITLI ★ MYNDASAGA FYRIR YNGSTU BÖRNIN ★ Pétur átti lítið skip. Stundum íór hann niður að sjónum og dró það á eftir sér í flœðarmálinu. En eitt sinn kom óhöþ Hann missti bandið, og s^’1 út á fjörðinn. — Pétur fór ^ Hann grét og grét. LJDSBERINN 74

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.