Ljósberinn - 01.06.1960, Page 11

Ljósberinn - 01.06.1960, Page 11
rúminu og hlustaði. Hann fór nær því að titra af ótta. Hann rétti út höndina og dró upp vindutjöldin til þess að sjá allar stjörn- urnar, sem ljómuðu á himinhvolfinu. 'Það voru eflaust margar klukkustundir, þangað til birti. Hann lagðist fyrir, — sofnaði að lok- um og svaf órólega. Daginn fyrir hátíðisdag mömmu sagði Lár- us við Lísu: — Eigum við að fara til Larsens og spyrja hann? — Nei, nei . . . — En ég get farið. — Jæja, þá .. . Lísa samþykkti það. Það var ef til vill von um, að Lárus gæti fengið skóna ódýrari. Síð- an urðu þau samferða til kaupmannsins. Lár- us hafði fengið peninga Lísu og fór einn inn í verzlunina. — Er Larsen ekki við? — Jú, en hann á annríkt. Getur þú ekki keypt af mér, Lárus? Lárus leit upp. Það var sunnudagaskóla- kennslukonan hans, sem stóð fyrir innan búð- arborðið. -— Jú, — ég veit það ekki. — Það getur þú áreiðanlega. Ætlar þú að fá eitthvað handa mömmu? Vrir. Sjómaður, sem kom að landi, sá rak hvað gerzt hafði. Hann náði í skip- áta. ið og íékk Pétri. Pétur varð nú aftur glaður. — Já. Lárus lét peningabudduna á borðið. Hann tæmdi budduna. Hvað er þetta mikið? — Ég skal telja. Það eru tólf krónur. Þetta var vel gert hjá þér, Lárus. — Það er ekki ég, -—- það er hún Lísa, sem hefur safnað þeim, og hún, hún--------Lárus var með grátstafinn í kverkunum. — En góði Lárus minn, hvað er þetta? — Það er allt mér að kenna, snökkti Lárus. — Flýttu þér að segja mér það, áður en einhver nýr viðskiptavinur kemur inn. Segðu mér það, — ég get kannske hjálpað þér. — Getur, getur, viltu gera það, ungfrú? Lárus þurrkaði af sér tárin. — Já, ég vil gjarna hjálpa þér. Svo gat Lárus létt á sér þeirri byrði, sem hafði legið honum þungt á hjarta, og hann sagði frá því, sem hann hafði gert. — Þú skalt fá lánaða fimmtíu aura hjá mér, Lárus. — Ó, fæ ég það? — Já, já. En þú verður að segja Lísu það, og svo verður þú að biðja Guð um fyrirgefn- ingu. — Já. Ég hef varla getað sofið, eins og þú skilur. — Já, ég skil það vel. Þannig fer alltaf, þeg- ar maður breytir ekki rétt. Þú manst eflaust eftir því, að við höfum talað um það marg oft. — Já! Fallegu inniskónum var pakkað inn í fínan umbúðapappír, og Lárus fékk böggulinn með sér. Hann þakkaði ungfrú Larsen. — Ég skal geyma alla peninga, sem ég eign- ast, og koma svo með þá hingað. Það gengur áreiðanlega vel. Þegar þú hef- ur safnað þér fimmtíu aurum, getur þú kom- ið með þá. — Já. — Og gleymdu hvorki Lísu né Guði. — Nei, nei. Lárus flýtti sér út. Lísa varð himinlifandi af gleði. Hvernig, hvernig gaztu þetta? — Það skal ég segja þér seinna. Nú verðum við að flýa okkur heim. Mamma fékk inniskóna sína á hátíðisdag- inn, og Lárus sagði Lísu frá öllu saman nokkrum dögum síðar. Hún tók um háls bróð- ur sínum, og þau grétu bæði. Eftir þann dag gat Lárus sofið rólega. LJDSSERINN 75

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.