Ljósberinn - 01.06.1960, Page 12

Ljósberinn - 01.06.1960, Page 12
/ ' ■ ' ■■ —'—'—J— -- ■ -L---L- - ------ ■ -"- V t*nö svtn PÉTUR ÆTLAÐI AÐ VERDA, /tffjíii' hunn fji’öi stnr — Þegar ég verð stór .... þetta hafði Pét- ur sagt oftar en hann gat talið. Þegar hann stóð og horfði á allt góðgætið, sem var stillt út í gluggann hjá bakaranum, sagði hann stundum graf alvarlegur: — Mamma, þegar ég verð stór, ætla ég að verða bakari. — Af hverju langar þig til þess, drengur- inn minn? — Vegna þess, að þá get ég fengið að borða eins mikið af kökum og mig langar. Mamma hélt að það væri nú ekki gott fyrir magann og tennurnar, en það var nú sama, Pétur ætlaði að verða bakari. Einu sinni óku þau langt út í sveit. Það þótti Pétri ákaflega gaman. — Pabbi, sagði Pétur, þegar ég verð stór, ætla ég að verða bílstjóri. Þá get ég ekið eins mikið og mig langar. Dag nokkurn sat mamma og var að sauma á hann ný föt. Skólaföt, hugsa sér! Nú átti Pétur að fara að ganga í skóla. Hann stóð al- varlegur og horfði á mömmu sína sauma. Svo fékk hann að máta nýju fötin. Hann varð að fara inn í stofu, til þess að geta séð sig í stóra speglinum. Mikið var hann fínn. Hann hopp- aði og stökk, tók um hálsinn á mömmu sinni og sagði: — Þegar ég verð stór, ætla ég að verða klæðskeri. Þá ætla ég að sauma föt handa þér og pabba og litlu systur og mér sjálfum. Svo byrjaði Pétur í skólanum, og þar var mikið nýtt að sjá og læra. Hann var enginn tossi hann Pétur. Oft varð hann efstur í bekknum sínum. Dag nokkurn kom hann heim með spari- bauk. Hann hafði fengið baukinn í skólanum og hann átti að safna peningum í hann, svo að heiðingjabörnunum þyrfti ekki að líða illa. Og það leið ekki á löngu, þar til fyrsti kristni- boðsbaukurinn hans Péturs var orðinn fullur. Pétur hætti alveg að nota aurana sina til að fara í bíó og kaupa sælgæti. Hvern eyri, sem hann fékk, hvort sem honum var gefið eða hann vann sér þá inn, setti hann í baukinn. Honum fannst langtum skemmtilegra að safna handa heiðingjabörnunum, en að nota peningana til þess að eyða þeim í sjálfan sig. Dag nokkurn, — það var, þegar Pétur var í þriðja bekk, — var mjög skemmtilegur tími í skólanum. Þau máttu svara spurningu, sem kennarinn skrifaði á töfluna. Hann skrifaði: Hvað viltu verða, þegar þú verður stór? Þegar Pétur kom heim, sagði hann frá öll- um svörunum, sem kennarinn hafði fengið: Smiðir, kaupmenn, bændur, bílstjórar, sjó- menn, var meðal annars, sem drengirnir vildu verða. — En þú, Pétur minn, hvað langaði þig til að verða, sögðu pabbi og mamma. Pétur leit fyrst á annað þeirra og síðan á hitt og fór svo að gráta. — Elsku barn, af hverju grætur þú? spurði mamma. — Af því að öll börnin hlógu, þegar ég svaraði. Pétur grét enn hærra. — Hverju svaraðir þú, vinurinn minn? sagði mamma. — Ég sagði, að .... mig langaði að verða .... sunnudagaskólakennari, svaraði Pétur og grúfði sig niður í fangið á mömmu sinni. Pabbi og mamma brostu og klöppuðu á kollinn á drengnum sínum. Þau hugguðu hann með því, að þau væru glöð yfir því að hann vildi segja öðrum börnum frá Jesú, þeg- ar hann yrði stór. LJ ÓSBERINN 76

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.