Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.06.1960, Blaðsíða 16
5T OHUf r\acin ~J\olneá: DPIUMÞRÆLSINS Nú var fjöldi flóttamanna frá Changsa í Ningsiang og einnig flóttafólk frá mörgurn öðrum stöðum, sem óvinirnir voru búnir að hertaka. Meira en 50 milljónir manna voru á flótta inn í landið til að komast undan Jap- önum. En smám saman fóru menn aftur að hverfa til Changsa. Þeir leituðu í rústunum og reyridu að finna eitthvert verðmæti þar. Þeir fundu múrsteina, gamlar bárujárnsplötur og alls konar drasl, sem þeir notuðu í kofa- ræksnin, sem þeir hrúguðu upp. Brátt voru verzlanir opnaðar, og lífið fór aS ganga sinn vana gang í borginni. Kínverjar eru þraut- seig þjóð og gefast ekki upp, þótt á móti blási. Smám saman fóru menn einnig að hverfa aftur til Ningsiang. Bæjarbúum hafði auðn- azt að bjarga bænum frá tortímingu, þó aS fráteknum nokkrum húsum, sem eyðilagzt höfðu í loftárásum. Sumir höfðu að vísu ætlað sér að kveikja í bænum og brenna allt til ösku eins og í Changsa, þar sem þeir héldu, að óvinirnir væru á næstu grösum, en af því varð ekkert, sem betur fór. Ekki leið á löngu, þar til bæjarlífið komst aftur í eðlilegar skorður. Verzlanirnar voru opnaðar, bænd- urnir komu með vörur sínar til borgarinnar eins og áður, og nemendurnir hurfu aftur til skólanna. Hjá brúnni reistu hermennirnir mikið verkstæði, þar sem gert var við bíla og móturhjól. Þangað var komið með fjÖld- ann allan af bílum, sem faldir höfðu verið á milli trjánna, svo að flugmennirnir kæmu ekki auga á þá. Nú fékk drengjaflokkurinn í Ningsiang að sjá sitt af hverju. Nú þurftu þeir ekki lengur að binda um sár hermanna, því að hermannasjúkrahús hafði verið reist í bænum. Ungar hjúkrunarkonur og læknar önnuðust nú hina særðu hermenn, Lækning- arstöð hafði líka verið komið upp við aðalgöt- una. Stórum drengjaskóla hafði einnig yerið FRAMHALDSSAGA 12 breytt í sjúkrahús. Þar lágu særðir hermenn hundruðum saman, sem nutu hjúkrunar, lyfja og matar. Flóttafólkið átti verri daga. Mikill fjöldi af flóttafólki var kominn til bæjarins, en naut lítillar hjálpar. Kristniboðinn hafði fengið mörg þúsund dali frá Rauða Krossin- um, sem verja skyldi til líknarstarfs á meðal flóttafólksins. Hann fékk flóttamenn til að spinna bómull og vefa fataefni, því að marga vantaði klæðnað. Nokkrir fengu líka vinnu við stóra flugvöllinn, sem verið var að byggja utan við bæinn. Samt urðu flestir af flótta- mönnunum að ráfa um iðjulausir og betla. Hjáguðahofin voru full af flóttamönnum, og margir urðu að sofa úti undir beru lofti. Rétt hjá kristniboðsstöðinni var lítill hellir í fjall- inu hjá veginum. Þar bjó móðir með dætur sínar tvær. Börnin voru átta og tíu ára, en þau litu út fyrir að vera miklu yngri, því að þau voru svo lítil og skinhoruð. Á hverjum degi fóru þær með skálarnar sínar til kristni- boðsstöðvarinnar, og fengju þær einhverjar leifar, þá gáfu þær móður sinni með sér. Hellisopið vissi út að götunni, en móðirin hafði fundið gamlan poka, sem hún notaði sem forhengi, og þannig gátu þær haft svo- lítið skjól þarna inni. Samt leið þeim nú hálfilla, því að vatnið rann úr hellisþakinu, og þar var bæði rakt og kalt. Þegar menn fóru aftur að streyma til Ningsiang, þá fylgdi Foolai í kjölfar þeirra. Hann hélt, að auð- yeldara mundí reynast, að afla matar í bæn- 80 LJOSBERI N N

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.