Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 2
jiennar mörnrnu Rlki faðirinn. Hinn nafntogaði læknir og rithöfundur Jung-Stilling var eitt sinn á æskuárum nokkra daga staddur í Frankfurt, og vantaði farareyri til Strass- borgar, þar sem hann ætlaði að Ijúka við bóknám sitt. Kaupmaður nokkur frá Elber- feld, sem þá einnig var stadd- ur í Frankfurt í erindagjörð- um sínum, kynntist þar Jung- Stilling og bauð honum til sín. Þegar þeir höfðu talað saman um sturid, spurði kaup- maður hann, hver ráð hann hefði á að stunda bókmennt- ir. Stúdentinn, sem frá barn- æsku hafði lært að trúa og treysta Guði, sagði: ,,Ég er sjálfur fátækur, en ég á ríkan föður á himnum, og hann mun annast mig.“ Þá mælti kaup- maðurinn: — Já, það er satt, og ég er einn af sjóðsstjórum föður þíns, sagði kaupmaðurinn, og gaf honum alla þá peninga, sem hann mátti án vera. ★ ★ ★ Hverjum þótti vœnt um mömmu? — Mér þykir vænt um þig mamma, sagði Anna. — Það þykir mér líka. — Og mér líka, sögðu þrjú hin systkinin í kór. — Engum getur þótt vænna um þig en mér, sagði Eiríkur, því að ég er elztur, mér hefur þótt vænt um þig lengst. — Nei, mér þykir vænna um þig, því að ég er eina telp- an þín, sagði Anna. — Mér þykir svo vænt um þig, að ég vildi óska, að stór björn kæmi á eftir þér, þá mundi ég skjóta hann, sagði Áki. — Mér þykir svo vænt um þig, að ég get ekki sagt það, sagði Einar og vafði hand- leggjunum um hálsinn á mömmu sinni og kyssti hana. Þá kysstu öll systkinin mömmu sína í einu og aum- ingja mamma var alveg að kafna undan öllum faðmlög- unum. — Þykir ykkur vænt um mig, börnin mín? spurði hún. En vitið þið, hvað er að þykja vænt um. Það er að gera eitt- hvað fyrir aðra. Rétt í þessu barði pósturinn að dyrum, og börnin spretta upp til þess að gæta að hvað hann kæmi með. — Það er bréf til mín, sagði mamma. Hún opnaði það og sagði: — Ég verð að senda svar við þessu með lestinni í kvöld. Hver vill nú fara með það fyrir mig? Eiríkur leit út um gluggann. Stígvélin hans voru uppi á lofti og hann átti eftir að reikna fimm þung dæmi fyrir morgundaginn. Af hverju mátti bréfið ekki bíða til morguns? Þá skyldi hann taka það með sér um leið og hann færi í skólann. Áki leit út um gluggann. Það var svo dimmt, að hann vildi helzt ekki fara út núna. Anna hugsaði með sér: — Mamma getur aldrei ætl- ast til að ég fari, þegar Eirík- ur og Áki eru heima. Þegar mamma var búin með bréfið og leit í kringum sig, sá hún að öll börnin henn- ar voru önnum kafin, hvert við sitt. Öll nema Einar. Hann stóð hjá henni ferðbúinn í stígvélum og frakka. — Ég er tilbúinn, mamma, sagði hann. — En, Einar minn, ertu ekki hræddur við að fara einn út, spurði mamma. Það er myrk- ur úti og rok og rigning. — Mér þykir svo vænt um þig, mamma, svaraði Einar litli og leit ástúðlega framan í mömmu sína. ★ ★ ★ Lestu meir. Tveir vinir ræddu saman um andleg mál. — Eg er alveg hættur að lesa Biblíuna, sagði annar. — Mér fannst ég alls ekki elska Guð, þegar ég las í henni. — Það er alveg rétt, sagði hinn. En þú skalt samt halda áfram að lesa Biblíuna, þang- að til þér verður ljóst, að Guð elskar þig. Á því veltur allt. 86 ljó'bberinn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.