Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 3
10, árg., 7. tbl. MjcsBerinn September 1960. STEINHÖGGVARINN í brennandi geislum hádegissólarinnar er steinhöggvari við vinnu sína við ræturnar á bröttu fjalli fyrir utan bæinn Nagasaki í Jap- an. Bæjarstjórinn í bænum fer fram hjá. Fjórir burðarmenn bera hann í skrautlegum stól, og margir þjónar eru með í förinni. Mannfjöldinn víkur með lotningu til hliðar og hneigir sig til jarðar fyrir honum. Jafnvel steinhöggvarinn fleygir frá sér hamrinum og meitlinum til þess að heilsa þessum volduga manni með auðmýkt. En um leið og hann beygir sig, tautar hann með sjálfum sér: — Hvað hefur þessi maður gert, úr því að hann þarf aðeins að hugsa um skemmtun og ánægju? Sjálfur verð ég að vinna, svo að svit- inn bogar af mér. Óréttláti Guð! Ég er maður alveg eins og hann. Hvers vegna gerir þú mig ekki að bæjarstjóra í Nagasaki? Guð fór að óskum hans — ríkisstjórnin setti hann til þess að hafa á hendi stjórn bæj- arins. Nú var hann hamingjusamur! Allir urðu að hlýða skipunum hans. En síðasta dag hvers mánaðar kallaði skyldan einnig á hann. Þá varð hann að fara til Kagosima, þar sem daimioninn á Satsuma hafði aðsetur sitt. Ásamt öðrum bæjarstjór- um ýmissa annarra bæja varð hann að taka við skipunum frá furstanum, varð að tala við hann með virðingu og vel völdum orð- um og greiða háan skatt í gulli og 'silfri, silki og ýmsum ávöxtum. En í hjarta sínu er hann fullur af beiskju og hugsar: — Hvað gagnar mér að ríkja og ráða í LJDSBERINN □ □ □ JapaHákt □ œtíHtýN □ Nagasaki, þegar ég verð að lítillækka mig í Kagosima tólf sinum á ári? Ó, Guð, heyrðu bæn mína — gerðu mig að fursta í hér- aðinu! Guð heyrði bænina; hann var kallaður til þess að stjórna öllu héraðinu Satsuma. Nú var hann hamingjusamur! Hann réði og ríkti yfir auðugu héraði. En einu sinni á ári verða allir furstarnir að fara til Yedo til þess að hylla hinn mikla Sjögun, hinn volduga drottnara þeirra. Þeir liggja allir á grúfu í skrautlega hásætissaln- um, svo að enni þeirra snerta teppin, sem heilagir fætur keisarans ganga á. En nýi furstinn, sem er með í hópnum, tautar með sjálfum sér: — Hvaða gleði hef ég af því, þó að allt fólkið í stóru héraði beygi sig í duftið fyrir mér, þegar ég verð sjálfur að liggja eins og hundur einu sinni á ári frammi fyrir keis- aranum? Ég verð að verða keisari! Ó, Guð, set þú mig í hásætið, þá mun metorðagirni mín fá fullnægju! Enn einu sinni veitti Guð honum vilja hans og gaf honum hin keisaralegu tignar- merki Nipons. Nú var hann hamingjusamur! í eyríkinu mikla jafnaðist enginn á við hann að valdi. Furstarinr lágu fyrir fótum hans eins og þrælar. En langt í burtu, fjarri óróa og skarkala heimsins, býr í höll einni í Kioto á afskekkt- um stað, Mikadóinn. Hann er andlegur 87

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.