Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 4
drottnari í Japan, sonur sólarinnar. Fyrir honum verður jafnvel keisarinn að beygja sig — máttur hans og veldi hverfur eins og reykur frammi fyrir ljóma Mikadósins. Keisarinn hrópar enn einu sinni með mikl- um ofsa til Guðs: — Hvaða gjöf hefur þú gefið mér? Það er aðeins auðmýking á meðan til er annar mér voldugri. Gerðu mig að Mikadó — þá fyrst skal ég þakka þér réttilega. Guð var enn umburðarlyndur. Eftir uppreisn og byltingu var steinhöggv- arinn kallaður til þess að vera Mikadó. Nú var hann hamingjusamur! Enginn jafnaðist á við hann. Og þó — valdið var aðeins ímyndun. Að vísu beygðu allir menn sig fyrir honum, auðsýndu hon- um mikla lotningu og hrósuðu honum stöð- ugt. En hann sat eins og fangi í gullhöll- inni sinni, og hann skildi nú, að hann var guð aðeins að nafninu til. Hann reikaði hrygg- ur um yndislega garðinn, beindi augum sín- um til himins og kallaði til sólarinnar: — Faðir, þú svífur frjáls hátt uppi yfir láði og legi. Sýn þú meðaumkun syni þín- um, sem er fangi! Þú einn ert voldugur, og ég skal ekki hætta að streitast við, fyrr en ég hef komið í þinn stað. Enn einu sinni heyrði Guð bænina, og hann var gerður að ljósi dagsins og hlýju á himn- inum. — Ég er ljós heimsins! hrópaði hann. — Getur nokkur lokað eða gert dimmt fyrir mér? En langt úti við sjóndeildarhringinn mynd- ast ský, og allt í einu leiftrar reiði-elding úr augum þess, og þruma drynur úr munni þess. Sólin titrar. — Hvernig fer fyrir mér og ljósinu mínu? Skýið ætlar að yfirbuga mig. Ó, Guð, gerðu mig að skýi! Guð lét hann fá vilja sinn. Nú var hann hamingjusamur. Og skýjaflókinn þýtur um yfirborð jarðar- innar. En við og við rísa háir og hvassir fjailshryggir, og skýjaflókinn verður svo ves- aldarlegur og sundurtættur, ef hann rekst á þá. 88 — Ég vil vera fjall! Fjöllin eru voldugri en ég. Guð lét undan og lét hann verða að fjalli, rétt fyrir utan Nagasaki. Nú var hann hamingjusamur. Eins og ólmur uxi stangaði hann miskunn- arlaust sundur skýin með tindum sínum. Steinhjarta hans gladdist aðeins yfir sigr- unum. En heyr! Það er verið að berja og lemja við rætur fjallsins! Það er fátækur stein- höggvari, sem rekur sterkan járnfleyg sinn með öflugum hamarshöggum inn í fjallið og lætur hverja steinhelluna falla á fætur annarri. — Enn eru til einhverjir, sem eru voldugri en ég. Ég hef enn ekki áunnið það, sem ég vildi. Skýið yfirvann sólina, fjallið sigraði skýin, og nú, nú er fjallið yfirunnið af — -----ó, Guð gerðu mig aftur að steinhöggv- ara — hann er voldugasti maður í heimi! Draumnum var lokið. Við rætur fjallsins fyrir utan Nagasaki vaknaði steinhöggvarinn af svefni sínum, og þá var hann læknaður af metorðagirni sinni. Upp frá þeim degi lifði hann glaður og ánægð- ur með starfið, sem hann hafði. Trúr skaltu vera og tryggur í lund, þá mun tíðin þér hamingju jlytja. Varjærin tunga og verksjús mund þér mun verða til hagsœlla nytja. Ojt má hið smáa til upphejðar ná, ej þú gáir að veginum rétta. Láttu nú sjá, að þú leiðina þá leggir ávallt um sléttur og kletta. Fr. Fr. LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.