Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 5
r STEFÁIM 0a PÉTIJR SAGA EFTIR EGGERT LAXDAL Eitt sinn var lítill drengur, sem hét Stefán og var fimm ára gamall. Pabbi hans hafði gefáð honum vörubíl í afmælisgjöf, og á hon- um ók hann mold og grjóti, sem hann hvolfdá niður í skurð, er var á bak við húsið. Öllum þótti vænt um Stefán, því að hann var góður drengur og foreldrum sínum hlíðinn. Pétur, htli bróðir hans, sem var þriggja ára gamall, var víst sá eini, er ekki líkaði við Stef- án, en það var skiljanlegt, því að þótt Stefán væri góður við öll önnur börn, þá var hann ávallt að stríða bróður sínum og taka frá hon- um leikföngin. Oft hljóp Pétur grátandi inn til mömmu sinnar, þegar Stefán hafði tekið frá honum spýtu, dós eða eitthvað annað, sem hann hafði fundið úti og var að leika sér með. Mamma þeirra reyndi ávallt að sætta þá bræðurna og hugga Pétur litla. „Hvernig stendur á því, að þú ert svona vondur vdð litla bróður þinn?“ sagði hún eitt sinn við Stefán, „hann verður að fá að leika sér í friði eins og þú. Hvernig finndist þér, ef stórir strákar kæmu og tækju frá þér bílinn eða eitthvað annað, sem þú átt, ég held að þú færir að gráta alveg eins og Pétur litli.“ Stefán sá að þetta var satt og lofaði að vera góður við litla bróður sinn. Hann lánaði hon- um skóflu og vörubílinn, síðan mokuðu þeir í hann mold og óku af stað, þeir ætluðu að hvolfa moldinni niður í skurðinn, sem var á bak vdð húsið. Pétur litli dró bílinn á eftir sér, en Stefán gekk með. Allt gekk vel í fyrstu, en brátt varð Stefán óþolinmóður. Honum fannst Pétri sækjast ferðin of seint. Hann ók líka á stóran stein, svo að við sjálft lá að hann hvolfdi bílnum. Stefán hljóp nú til bróður síns, ýtti honum til hliðar og þreif bandið úr höndum hans. Pétur datt og meiddi sig á grjóti. Hann grét, en þó aðallega vegna þess að nú mátti hann ekki aka bílnum lengur. Honum þótti þetta svo leiðinlegt og gat ekká skilið hvernig á því stóð að Stefán bróðir hans, sem hafði verið svo góður við hann, skyldi allt í einu ráðast þannig á hann. Hvað átti hann að gera? Nú var Stefán farinn með bílinn og hér sat hann einn. Hann grét bara og grét, þangað til mamma hans kom og tók hann. Hún fór með hann inn og gaf honum köku, reyndi að hugga hann og sagði, að þegar hann yrði stór, þá gæti hann fengið sér bíl, sem hann gæti setið inni í og ekið hvert sem hann vildi. Pétur hætti að gráta og borðaði kökuna sína og hugleiddi, hvernig hann gæti fljótlega orðið stór og fengið sér bíl eins og pabbi. Þá ætlaði hann að aka langt — langt — langt, hann vissi ekki hvert, en þangað sem enginn hafði komið áður. En hann ætlaði ekki að taka Stefán bróður sinn með. Nokkru seinna var mamma drengjanna að hengja upp þvott úti í garðinum. Hún horfði á þá, þar sem þeir léku sér. Það var annars LJDSBERINN 89

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.