Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 6
óvenjulegt hve vel þeim kom saman. Þeir skiptust á að aka bílnum og Stefán aðstoðaði bróður sinn ef illa gekk. Hún minntist þess að langt var síðan að þeir hefðu orðið ósáttir, og hugleiddi það með sjálfri sér. Um kvöldið tók hún Stefán á kné sér og fór að tala við hann um þetta. Stefán brosti. „Já, mamma," sagði hann. „Fyrir nokkru fór frænka með mig í sunnudagsskólann og þar heyrði ég sagt frá Jesú og hve góður hann hefði verið og að við ættum einnig að reyna að vera eins og hann. Þar lærði ég einnig að biðja til Guðs í Jesú nafni og nú bið ég á hverju kvöldi og einnig um það, að ég mætti verða betri við litla bróður minn og ég veit, að Guð hefur heyrt bænir mínar, því að nú langar mig til þess að vera góður við hann, hann er svo lítill.“ Mamma kyssti drenginn sinn á kinnina. „Þú verður að halda áfram að fara í sunnu- dagsskólann,“ sagði hún brosandi. „Já, mamma,“ sagði Stefán, „og þegar Pét- ur er orðinn stærri, þá ætla ég að taka hann með.“ Eggert Laxdal. ★ OLYMPÍULEIKARNIR Olympíuleikarnir eru einn mesti íþróttavið- burður í heimi. Þeir voru upprunalega haldn- ir í Grikklandi hinu forna, en voru teknir upp sem alþjóðaleikir seint á öldinni, sem leið. Síðan hafa þeir verið haldnir sem hér segir: 1896: Aþena, Grikkland. 1900: París, Frakkland. 1904: St. Louis, Bandaríkin. 1908: London, England. 1912: Stokkhólmur, Svíþjóð. 1920: Antwerpen, Belgía. 1924: París, Frakkland. 1928: Amsterdam, Holland. 1932: Los Angeles, Bandaríkin. 1936: Berlín, Þýzkaland. 1948: London, England. 1952: Helsingfors, Finnland. 1956: Melborne, Ástralía. 1960: Róm, Ítalía. £agah upt tftfaffl ccf Ccu Guð skapdði manninn í sinni mynd. Hann skapaði karl og konu. Guð kallaði manninn Adam, en maðurinn nefndi konu sína Evu. Þau voru fyrstu foreldrar mann- anna. Þau bjuggu í afar fögrum garði. Eden var hann kallaður. Þar voru alls konar ávaxtatré. Guð sagði, að þau mættu eta eins og þau lysti af öllum trjánum nema einu, skilningstré góðs og ills. Það stóð í miðjum garðinum. Af því máttu þau ekki eta. „Ef þið gerið það, þá munuð þið deyja,“ sagði Guð. Adam og Eva áttu einn hœttulegan og slœgan óvin, Satan. Hann smaug inn í Eden í líki höggorms og sagði við Evu: „Hefur Guð sagt að þið megið ekki eta ávexti af neinu tré í garðinum?“ Þá svaraði Eva: „Af ávöxtum trjánna í garðinum megum við eta nema skilningstrés góðs og ills. Ávexti þess megum við ekki snerta.“ Þá sagði Satan: „Ekki skaðar ykkur að eta ávaxti þess.“ Og þau borðuðu ávextina, sem Guð hafði bannað þeim að snerta. Þá urðu þau Adam og Eva hrœdd, af því að þau höfðu óhlýðnast Guði. Og þau földu sig fyrir Guði í Edengarði. En Guð kallaði til þeirra og sagði: „Adam, hvar ertu?“ Adam svaraði: „Ég h&yrði til þín og varð hrœddur.“ Þá spurði Guð hann: „Hef- ur þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að snerta?“ „Já,“ svaraði Adam. „Konan, sem þú gafst mér, hún gaf mér af trénu og ég át.“ Guð sagði þá við konuna: „Hvað hefur þú gert?“ Hún svaraði: „Höggormurinn tœldi mig, svo að ég át.“ Og Guð sagði við höggorminn: „Af því að þú gerðir þetta skalt þú vera bölvaður. Og fjandskapur skal vera milli þín og konunnar. Afkomandi hennar skal sundur- mola höfuð þitt.“ — Til þess kom Guðs sonur í heiminn, að hann skyldi að engu gera verk Satans. «90 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.