Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 7
 SUMARVINNA Lassi var haltur. Hann hafði ekki alltaf verið haltur. Það skeði í vetur. Maður á mót- urhjóli ók á hann; og meiðslin urðu svo mikil, að hann hafði ekki fengið fótinn jafn góðan aftur. Þess vegna var hann haltur á hægra fæti. Hann hafði borið mótlætið með furðan- legri þolinmæði, en þegar að sumarleyfinu kom, var hann áhyggjufullur um framtíðina. Hann bjóst ekki v,ið að geta fengið vinnuna, sem hann hafði haft í búðinni undanfarin sumur. Hann hafði nú lengi brotið heilann um það, hvort það þýddi nokkuð fyrir hann að reyna að tala við kaupmanninn. Oft hafði hann heyrt mömmu sína biðja: „Góði Guð, gefðu að Lassi geti fengið vinnu í sumar við sitt hæfi.“ En það var enginn hægðarleikur að fá vinnu fyrir dreng, sem er haltur. Auðvitað gat Lassi hjólað, en bara ekki hratt, og enn síður gat hann ekið út vörum á mótorhjóli. Nei, það þýddi víst ekkert að hugsa um það, að hann fengi sendisveinsstöðuna í sumar. Hvaða starf ætli henti fyrir hann, haltan drenginn? Oft hugsaði hann um aðstöðu sína eins og hún var nú, og þá kom það fyrir að hann þurrkaði tár af hvörmunum. Það hafði til þessa ekki verið neinn vandi fyrir hann að vinna sér inn svolítið af peningum til þess að létta undir með mömmu sinni, og hún þurfti þess sannarlega með. Sendisveinar fengu gott kaup. Og þar, sem Lassi hafði unnið sem sendisveinn, hafði líkað mjög vel við hann. Hann hafði fengið að heyra það ávallt á haustin, þegar hann kvaddi til þess að setjast á skólabekkinn að sumarleyfi loknu. Hann var vanur að hvíla sig nokkra daga heima á vorin, eftir skólauppsögn, áður en hann fór að tala við kaupmanninn. — Velkominn, við höfum vonast eftir þér! LJDSBERINN Þannig tók kaupmaðurinn venjulega á móti honum þegar hann byrjaði að vinna hjá hon- um á vorin og Lassa þótti mjög vænt um að heyra þessi viðurkenningarorð kaupmannsins. En nú myndi hann ekki fá aftur að heyra slík orð af vörum kaupmannsins. Og það fannst honum sárt. Lassi hafði oft talað v,ið mömmu sína um þennan vanda sinn. Kaupmaðurinn hafði ekk- ert heyrt um slysið, sem Lassi hafði orðið fyrir og vissi ekki að hann hafði legið veikur. Mæðginunum fannst það ekki nema eðlilegt. Dagurinn eftir vorprófið, var erfiður. Lassi hafði séð nokkra drengi flýta sér niður í bæ. Hann vissi vel hvað þeir ætluðu að erinda þar. En sjálfur stóð hann, 12 ára drengurinn í húsagarðinum og grét. Það var einhver versti dagur, sem hann hafði lifað. Þetta var næstum verra en slysið og skaðinn og tíminn, sem hann hafði legið veikur. Verra var það næsta dag, þegar hann sá skólafélaga sína hjóla með vörur á sendiferðahjólunum, bros- andi út undir eyru. Peningar! Vinna! Nytsemi! Án þessa varð nú Lassi að vera. Hann horfði á styttri fótinn á sér. Hann hafði fengið svolitlar skaðabætur vegna slyssins, en þeir peningar drógu ekki úr lönguninni að fara að vinna, eða bættu skapið. Lassi þurrkaði af sér tár. Allt í einu datt honum nokkuð í hug. Hvaðan kom sú hugsun? Ef til vill frá Guði. Ef til vill var eitthvert starf fyrir hann í búðinni? Getur 12 ára drengur gert annað í verzlun, en að sendast með vörur? Lassi ákvað nú samt að fara og tala við kaupmanninn. — Við vonuðumst eftir þér í gær, sagði kaupmaðurinn þegar Lassi kom. 91

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.