Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 11
£ OMt Uacin ^JJolnei: * □ PIUMÞRÆLSINS börnin á kristniboðsstöðinni höfðu mætt þar, og þar voru einnig margir drengir og stúlk- ur, sem gengu á heiðnu skólana úti í bænum. Vissulega langaði marga til að stunda nám við kristna skólann, því að þar áttu þeir góða vini, en það var heldur ekki rúm þar fyrir alla. Þau söfnuðust þó saman á hverjum sunnudagsmorgni, og nú voru þeir í hópi með kristnu nemendunum og sungu um barnavin- inn Jesúm. Þeim þótti sérstaklega vænt um einn sálm. Fyrsta vers hans hljóðar þannig: Jesu ngai ngo ngo siao-dö Sjenn sju gao ngo tsen min bö Van siao-hai-tse dju sjeo liang ngo sei ven-ja dju gan djang. í íslenzkri þýðingu hljóðar versið á þessa leið: Jesús elskar mig, það veit ég, því að Biblían segir mér það. Hann gætir allra barna, og hann er sterkur, þegar ég er veikur. Börnin höfðu ekki söngbók meðferðis, held- ur var sálmurinn skrifaður með stórum tákn- um á stóran hvítan dúk, sem hékk á hárri stöng. Þannig gátu allir séð sálminn og fylgzt með. Svo var texti dagsins lesinn. Það var frásagan um miskunnsama Samverjann. — Kristniboðinn var einmitt nýbúinn að lesa frásöguna og ætlaði að fara að útskýra hana fyrir börnunum,en þá opnuðust dyrnar skyndi- lega. Tveir drengir þutu inn og hlupu upp eftir kirkjugólfinu til kristniboðans. Prestur, hrópuðu þeir. Þú verður að flýta þér. Það liggur dáinn drengur hérna úti á götunni. Flýttu þér að bjarga honum, áður en það er orðið of seint. Það ríkti dauðakyrrð í kirkj- unni, og allir biðu í eftirvæntingu eftir því, LJD5BF.RINN FRAMHALDSSAGA 13 «.__________________/ sem nú mundi ske. Drengur, sagði kristni- boðinn. Þið segið, að hann sé dáinn. Er hann alveg dáinn, eða andar hann, enn þá? Kín- verjar segja svo oft, að maðurinn sé dáinn, ef hann hefur aðeins fallið í yfirlið, og því varð kristniboðinn að fá að vita, hvort dreng- urinn andaði enn þá. Já, hann andar enn, svöruðu drengirnir, en hann er nærri dáinn, svo að þú verður að flýta þér. Kristniboðinn sneri sér að börnunum og spurði, hvað nú ætti til bragðs að taka. Eigum við að hafa sunnudagaskóla um miskunnsama Samverj- ann eða fara út til að bjarga drengnum? Við skulum fara út til að bjarga honum, hrópaði allur barnaskarinn. Þá verða drengirnir í Ningsiang drengjaflokknum að sækja sjúkra- börurnar. Svo hljóp kristniboðinn út með börnin á hæla sér. Drengirnir tveir sögðu til vegar. Hann liggur þarna hjá Suðurhliðinu, sögðu þeir. Og allur skarinn þaut eftir göt- unni. Jú, þarna lá hann. Þetta var skinhorað- ur, tötrum klæddur betlarastrákur. Hann hafði meitt sig í fallinu og nú blæddi úr munni og nefi. Þeir lyftu honum upp með varfærni og lögðu hann á börurnar og báru hann á kristniboðsstöðina. Á heimleiðinni mættu þeir Fu-Sien-seng. Hann hafði kynnt sér hjúkrun sjúkra erlendis, og nú hafði hann hafið læknisstörf í Ningsiang. Hann gaf fólki sprautur og græddi vel á því. Nú kom hann hlaupandi út úr skrítnu lyfjabúðinni sinni. Eruð þið að koma með strákinn? spurði hann. 95

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.