Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 12
Það er nú ekki mikið hægt að gera fyrir hann. Ég gaf honum sprautu alveg ókeypis, en það gagnaði ekki. Hann deyr bráðum. Þetta er bara betlarastrákur, sem enginn spyr eftir. Þið verðið víst að taka á ykkur ómakið með að jarða hann. Rétt við innganginn á kristniboðsstöðina var lítil slysastofa. Þar var líka lítið herbergi með nokkrum rúmum, sem notað var, þegar einhverjir skólanemendanna voru veikir. Þangað var drengurinn borinn, en ekki var hægt að láta hann í hreint rúm eins og hann var á sig kominn. Fatadruslurnar voru grút- skítugar og fullar af lús. Því varð að útvega honum hrein föt. Drengirnir í Ningsiang- flokknum tóku fatadruslurnar og brenndu þær úti í húsagarðinum. Svo þvoðu þeir þenn- an grindhoraða líkama og blóðugt andlitið, svo að hann varð nokkurn veginn hreinn. En hvar áttu þeir að fá föt handa honum? Hann getur fengið buxur af mér, sagði Li Dji. Ég get gefið- honum skyrtu, sagði Keh- Hai. Brátt lá drengurinn hreinn og strokinn í sjúkrahúsinu, en þá lauk hann upp augum, strauk sér um ennið og leit í kringum sig. Hann varð strax óttasleginn. Hvar er ég núna? spurði hann. Leyfið mér að fara. Hann reyndi að rísa upp, en hann var svo veik- burða, að hann féll strax aftur niður á kodd- ann. Vertu hugrór, sögðu drengirnir. Þú ert nú hjá vinum. Við skulum hjálpa þér. Svo færðu þeir drengnum lyf og dálítið af volgri mjólk. Það kom undir eins dálítill roði á fölar kinnar hans, og drengirnir glöddust, þegar þeir sáu, að hann fór að hressast. Nú fer allt vel, sögðu þeir. Brátt verður þú al- heill. Hvað heitir þú? Drengurinn brosti og reyndi að kinka kolli til þeirra. Ég heiti Foolai, sagði hann. I hópi nýrra vina. Dagarnir liðu, og Foolai varð að vera í rúminu. Honum leið illa í maganum, en hann fékk lyf og góða aðhlynningu, og því batnaði honum smám saman. Svo fékk hann líka góð- an mat, bæði mjólk, egg og góða súpu, sem sagt allt, sem gat endurnært hann og gefið honum nýja krafta. Það var gaman að sjá, hve fljótt hann náði sér. Nú lá hann hinn ánægðasti í rúmi sínu og var ekki hið minnsta hræddur við útlenda manninn lengur. Dreng- irnir í Ningsiang flokknum voru sí og æ á þönum í kringum hann. Einn góðan veðurdag var hann orðinn svo hress, að hann gat farið fram úr. Hann gekk um skólann og skoðaði hann og kynntist drengjunum. Svo komu nokkrir drengjanna inn á skrifstofuna til kristniboðans og sögðu við hann: Getum við ekki fengið að halda Foolai hér hjá okkur? Hann er bezti drengur. Við viljum ekki, að hann fari aftur út til að betla. Já, en hvernig er með kostnaðinn, sagði kristniboðinn. Hver á að borga fyrir hann? Drengirnir litu hver á annan. Við erum búnir að tala um það á flokksfundi hjá okkur og höfum orðið sam- mála um að safna peningum til að borga mat- inn fyrir hann, ef þú gætir útvegað honum föt og ókeypis skólavist. Það er gott, sagði kristniboðinn. Látið hann koma inn, svo að við getum rætt málið við hann. Foolai var stirt um svör. Ég veit ekki, hvort ég áræði það. Hann vildi ekki segja frá því, hvað væri að. Loks varð kristniboðinn að senda drengina fram á ganginn, svo að hann gæti rætt við hann einslega um málið. Þá vann hann bug á ótta sínum og sagði allt af létta. Hann þyrði ekki að vera of lengi kyrr á sama stað, sagði hann, og svo sagði hann frá ræningjunum og Wang-lao-ban. Hann ótt- aðist, að þeir gætu spurt hann uppi og kæmu svo kannski og tækju hann. Já, sagði kristniboðinn, en þú ert svo langt frá þorpinu þínu núna. Hvernig getur þá Wang-lao-ban vitað, að þú sért hérna? Mér fannst ég vera svo öruggur hérna, en seint kvöld eitt, þegar ég lá fyrir í hliðinu, kom þar maður, sem barði á hliðið. Síðan hef ég alltaf verið hræddur. Hvers vegna ertu hræddur við þennan mann? Ég heyrði á málfari hans, að hann var frá þeim hluta landsins, sem ég átti heima í. Ef til vill er hann að leita að mér. Hvert ætl- arðu þá að fara? Ég ætlaði að fara um daginn, en þá varð ég veikur og féll í yfirlið. Hlust- aðu nú á, Foolai, sagði kristniboðinn. Mér finnst, að þú ættir að vera hér um tíma. Drengirnir hjálpa þér. Ég skal gefa þér ein- kennisbúning skólasveina, og þú skalt fá merki eins og drengirnir hafa á blússunni sinni. Það táknar, að þú ert skólanemandi hér. Við þetta gerbreytist þú. Ræningjarnir sáu þíg í fata- LJQS0ERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.