Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 13
DOMKIRKJAN í UPPSÖLUM Dómkirkjan í Uppsöl- um í Svíþjóð er ein af glæailegustu kirkjum Norðurlanda. Margir ís- lendingar hafa stundað nám í Uppsölum, sem er frægur háskólabær. ræflum á næturþeli. Þú hefur líka stækkað síðan, svo að enginn þekkir þig aftur. Foolai varð kyrr. Það var alls ekki auðvelt að þekkja drenginn fyrir sama dreng, þegar hann var kominn í hinn fallega einkennisbún- ing skólans. En samt var hann ekki öruggur. Hann var að vísu .hræddur, þegar hann fór með hinum drengjunum í smágönguferðir, en hann fór aldrei einn síns liðs út á götuna. Ef hann sá einhverja framandi ferðamenn, þegar hann var að leika sér fyrir utan varn- argirðinguna, þá flýtti hann sér inn um hliðið. Hann fékk að búa á einum af stóru svefn- sölunum á skólanum. Hann bað um, að rúmið hans væri látið á milli rúma tveggja stórra drengja, og því fékk hann framgengt. Hann gat líka sofið fyllilega öruggur, þegar búið var að læsa hliðinu á kvöldin og kristniboðinn hafði boðið drengjunum góða nótt. Honum gekk vel á skólanum. Hann var fljót- ur að læra og minnisgóður. Hann var látinn byrja í lágum bekk, því að nú var svo langt um liðið, síðan hann hafði gengið á skóla. Brátt var hægt að flytja hann í hærri bekk, og þá varð hann mjög glaður. Beztu vinir hans voru drengirnir í Ningsiang-flokknum. Þeir létu sér líka mjög annt um hann. Einn drengj- anna í flokknum, var kosinn féhirðir. Hann fékk tíu aura hjá hverjum dreng mánaðarlega, en þeir peningar nægðu fyrir mat Foolais. En brátt kom að því, að hann þurfti ekki á þeim að halda, því að Foolai vildi sjá sér sjálfum farborða. Hann komst fljótt að því, að dreng- irnir voru vanir að hlaupa út á stræti í langa hléinu til að kaupa sér kökur. Þá fékk Foolai snjalla hugmynd. Hann fékk lánaða körfu hjá kristniboðanum og pantaði svo fulla körfu af nýjum bollum og kökum hjá bakaranum. Hús- vörðurinn tók á móti þeim á hverjum morgni. Þegar nemendurnir stukku út til að kaupa sér eitthvað í svanginn, þá stóð Foolai með körf- una sína við hliðið og seldi þeim nýjar bollur og kökur. Þá þurftu þeir ekki að hlaupa út á stræti, og kökurnar voru miklu hreinni í körf- unni en hjá bakaranum, sem nemendurnir verzluðu við að jafnaði, því að þar var alltaf aragrúi af flugum á búðarborðinu. Foolai seldi og græddi. Kristniboðinn leyfði honum að geyma peningana í blekbyttu í peningaskáp stöðvarinnar. Foolai var hreyk- inn, þegar hann gat sjálfur farið til matreiðslu- mannsins og borgað honum 3 krónur fyrir mánaðarfæði. Hann tók einnig framförum á öðrum sviðum, því að hann varð iðinn nem- andi í kristnifræðistundum sunnudagaskólans. Það var bannað að hafa kristinfræðikennslu LJDSBERINN !)7

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.