Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.09.1960, Blaðsíða 14
væri unnin fyrir gýg, en svo var ekki. Þetta var stórkostlegur vísindasigur. Hinn merkilegi atburður ár- ið 1942 opnaði dyrnar fyrir á- framhaldi á rannsókn i kjarn- orkufræðum og var í rauninni fyrsta beizlun kjarnorku.mar til þarfa mannkyns. Atómöldin hélt þar með innreið sína. Kommúnistaríkin hafa því mið- ur neytt hinn frjálsa heim til að nota kjarnorkuna til hernaðar- þarfa. En þrátt fyrir það hafa hernaðartæki. sem taka afl sitt úr kjarnorku mikla þýðingu fyrir notkun kjarnorku til frið- samlegra þarfa, eins og t. d. kjarnorkuknúni kafbáturinn Nautilus. Vélar, sams konar og í kafbátnum, verða bráðlega smíðaðar fyrir kaupför. Sam- kvæmt stefnuyfirlýsingu Eisen- howers Bandarikjaforseta um friðsamlega notkun kjarnark- unnar hefur þjóðum heims ver- ið gefinn kostur á að kynna sér framfarir Bandaríkjanna í kjarnorkuvísindum. 1 lækna- visindum, iðnaði, landbúnaði og orkuframleiðslu og dreifingu hafa opnast ný sjónarsvið til stórkostlegra framfara, sem hina framsýnustu hefði ekki órað fyrir. Dauðinn batt skjót- ann endi á framabraut dr. Fermis, aðeins 53 ára að aldri. Vísindaafrek það, sem hann eft- irlét fósturlandi sinu, Banda- rikjunum, varð samt til þess, að veita því ásamt hinum lýð- frjálsa ríkjum yfirburði í kapp- hlaupinu um hagnýtingu á kjarnorkunni. Og það sem er meira virði, það sannaði mönn- um enn einu sinni að frjálsir menn, sem vinna sameiginlega fyrir velferð mannkynsins ná því marki sem þeir setja sér. ENDIR. í skólanum, því að Kína er heiðið land. Samt var nú hægt að hafa slíka kennslu í skólan- um, því að í þriðja tíma á morgnana var hafð- ur frjáls tími. Þeir, sem vildu lesa lexíurnar sínar í þessum tíma, máttu það að sjálfsögðu. Nemendurnir máttu líka nota þennan tíma til leika og skemmtunar. En allir, sem vildu, voru velkomnir til kirkjunnar og áttu að hafa biblíusögur og kverið meðferðis. Flestir hinna 300 nemenda skólans sóttu kristinfræðitím- ana í kirkjunni, og þeir kölluðu þær stundir sunnudagaskóla, hvort sem það var á sunnudegi eða virkum degi. Foolai kom líka. Fyrst fannst honum allt svo einkennilegt. Hér voru hvorki hjáguðir, hjáguðaprestar né reykelsi. í kirkj- unni var altari og stór gylltur kross hékk fyrir ofan það. Hann fór brátt að skilja, hvað krossinn átti að tákna. Hann hneigði höfuðið og spennti greipar, þegar hann var á bæn til hans, sem kom til að frelsá alla frá synd og dauða. Dag einn kom hann inn á skrifstofuna. Mig langar til að trúa á Jesúm, sagði hann. Get ég ekki fengið að vera með drengjunum, sem eru að búa sig undir að taka skírn? Jú, honum var leyft það. Um einlægni hans var ekki hægt að efast. Nú var hann glaður og kátur, og hann fór að gleyma öllu mótlætinu, sem hann hafði orðið að þola. Sunnudag einn um vorið var drengjahópur klæddur hátíðar- búningi úti á skólanum. Þegar kirkjuklukk- urnar fóru að óma, þá gengu þeir inn í kirkj- una og tóku sér sæti í kórnum. Kirkjan fyllt- ist af fólki, og eftir prédikun var höfð yfir- heyrsla. Drengirnir stóðu á fætur hver á fæt- ur öðrum og svöruðu spurningunum. Loks kom röðin að Foolai. Hann svaraði öllu greið- lega og djarfmannlega, sem hann var spurður um. Svo gekk hann fram. Dao Foolai. Afneitarðu djöflinum, öllu hans athæfi og öllum hans verkum? Já. Trúir þú á Guð, föður vorn, Jesúm, frels- ara vorn og á heilagan anda? Já. Dao Foolai, ég skíri þig í nafni Föðurins, Sonarins og hins Heilaga anda. Framhald «>« LJÚSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.