Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 4
síðar neyddur til að svipta hann herstjórn og fela hana Tilly aftur. Nú var ekki útlit fyrir annað en að öllum mótmælendum yrði útrýmt úr Þýzkalandi, ef ekki bærist hjálp. Kristján IV. Danakonungur hafði gert til- raun til að hjálpa þeim. Hann hafði sent her til Þýzkalands en beðið hinn smánarlegasta ósigur. Hvaðan átti þá hjálpin að berast? Trúaðir mótmælendur hrópuðu til Drottins um hjálp. ★ Gústaf Adolf Svíakonungur átti um þessar mundir í höggi við Pólverja, en honum fannst það vera köllun sína að bregða vdð og fara trúbræðrum sínum í Þýzkalandi til hjálpar. Gústaf Adolf var elzti sonur Karls IX. og fæddur 9. des. 1594. Hann þótti strax afburða hæfileikum gæddur. Hann var glæsimenni hið mesta á að sjá, og gáfumaður svo af bar. Hann var snemma settur til mennta og talaði bæði latínu, þýzku, hollenzku, frönsku og ít- ölsku, einnig var hann vel fær í rússnesku og pólsku og grísku. Hann var mælskumaður með afbrigðum og svo snjall í rökræðum að fáir stóðust hann. í Þýzkalandl háði hann eitt sinn rökræður á latínu við Jesúíta prest um kvöldmáltíðina og rak hann á stampinn. 17 ára gamall tók hann við ríki eftir föður sinn. Hann reyndist einn ástsælasti konungur, sem Svíar hafa átt. f samfleytt 50 ár höfðu Svíar átt í ófriði, og reyndist Gústaf hinn snjallasti og sigursælasti hershöfðingi. En það, sem gerði hann mestan, var trú hans. Hann átti einlæga lifandi trú, grund- vallaða á Guðs orði. Hann las mikið Guðs orð og sótti styrk og kraft í íhugun þess og bæn. Hann lét halda guðsþjónustur fyrir her- mönnum kvölds og morgna og kraup þá sjálf- ur á kné við hlið þeirra og bað um blessun og handleiðslu Guðs. Uppáhaldssálmur hans var sálmur Lúthers „Vor Guð er borg á bjargi traust." ★ Þegar fregnin barst um það, að Gústaf Ad- olf ætlað.i að halda með her sinn til Þýzka- lands vakti það fögnuð mikinn meðal mót- mælenda. Kaþólskir menn höfðu að spaugi og kváðu snjókonunginn mundu bráðna, er hann kæmi suður í hitann. — Þó buðu þeir nærri 200 þúsund krónur hverjum, sem færði þeim hann hvort heldur væri dauðan eða lifandi. Gústaf Adolf sté á land í Þýzkalandi með 13000 manna lið. Hans fyrsta verk, er hann var kominn á þýzka grund var að falla á kné og biðja til Guðs! Það var erfitt verk, sem hans beið og vanda- samt. Ekki hvað sízt vegna þess að margir af þýzku mótmælenda furstunum vildu halda sér utan við stríðið og varðveita hlutleysi sitt. En Gústaf var svo snar í snúningum að hann var kominn að borgarmúrum þeirra áð- ur en þeir gátu rönd við reist og ýmist knúði þá til liðveislu eða fór leiðar sinnar um lönd þeirra hvort sem þeim líkaði betur eða ver. í september 1631 bar fundum þeirra Tillys saman skammt frá Leipzig. Þar var háð grimmileg orrusta, sem lauk með fullkomn- um sigri mótmælenda. Um vorið bar fundum þeirra aftur saman við Lech. Þar særðist Tilly og lézt skömmu síðar af þeim sárum. Eftir fall Tillys varð keisarinn aftur að leita til Wallensteins um herstjórn. Alls konar lýð- ur sveif að honum á ný. f ágúst um sumarið hittust þeir Gústaf Ad- olf og Wellenstein við Nurnberg. Var þar hin grimmilegasta orrusta, en lauk þó svo að ekki varð útséð um hvor sterkari væri. 6. nóvember um haustið rann upp hinn örlagaríki dagur við Lutzen, er herjum þeirra Wallensteins og konungs lenti saman á ný. Veður var hráslagalegt. Konungi mun hafa verið ljóst, að nú skyldi úrslitaorusta styrj- aldarinnar háð. Hann sendi eftir presti sínum og þeir voru heilan klukkutíma inni saman á bæn. Síðan hófst venjuleg morgunguðsþjónusta fyrir all- an herinn og að henni lokinni söng allur her- inn, 20,000 manns, stríðssöng Lúthers „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ Þegar skjaldsveinn konungs kom með skjaldarmerki hans, sagði konungur: „Farðu frá með þetta, Guð er skjaldarmerki mitt.“ Konungur reið fram með fylkingunum og taldi kjark í hermenn sína: „Nú höldum við fram í Guðs nafni,“ sagði hann. „Jesús, Jesús gefðu okkur að berjast þínu heilaga nafni til dýrðar 1 dag,“ sagði hann enn fremur og síð- Framh. á bls. 114. 104 LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.