Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 10
 Þessi saga gerðist vestan hafs í einni stór- borg í Ameríku. í útjaðri borgarinnar bjó maður vellauð- ugur, en hann var líka mesta góðmenni. Hann átti ljómandj fallegt hús. Umhverfis það var stór aldingarður. í húsinu voru mörg herbergi. Þar var rúm handa fjölda gesta. Auðmaður þessi átti ekki nema einn son barna. Hann unni honum mjög. Þeir bjuggu saman í ást og eindrægni. Þá hófst frelsisstríðið í Norður-Ameríku. Daglega bárust skelfingartíðindi utan af vígvellinum, fregnir af vinum( særðum og dauðum. Einu sinni kom sonur auðmannsins til hans éinkar hljóðlátur og sagði: -— Leyf mér að gerast sjálfboðaliði og ganga í herinn og standa þar við hlið vina minna. Faðir hans leit á hann og las úr augum hans hinn einlægasta mannkærleika. Og svo leyfði hann honum að fara. Það var þung raun fyrir manninn, að sjá af syni sínum. Þarna stóðu nú feðgarnir hvor hjá öðrum. Þá sagði sonurinn við föður sinn: — Viltu heita mér einu, pabbi? — Hvað er það, sonur minn? — Viltu heita mér því, að veita viðtöku í stofurnar okkar þeim lagsbræðrum mínum, særðum og þreyttum, sem ég kann að kynn- ast á vígvellinum? Ég ætla að vísa þeim greinilega til vegar til þín og fá þeim hverj- um fyrár sig nafnspjaldið mitt. Viltu nú veita þeim viðtöku og vera jafn ástúðlegur við þá, eins og það væri ég sjálfur, sem kæmi heim? Maðurinn leit á son sinn, sem honum var svo hjartfólginn og sagði: — Ég lofa þér því, að hverjum einasta særðum lagsbróður þínum, sem þú sendir hingað heim, skal verða veitt viðtaka eins og hann væri þú sjálfur, hafi hann aðeins nafn- spjald þitt í höndum. Að svo mæltu fór sonur hans af stað. Faðir hans stóð lengi og horfði á eftir þess- um augasteini sínum, unz hann kom að yzta horninu í aldingarðinum. Þá veifuðu þeir hvor til annars í síðasta sinn. Faðir hans gekk nú inn aftur og um allar auðu stofurnar þar. En hve hann saknaði sárt hins ástfólgna sonar. Tímarnir liðu. Oft bárust fregnir frá brjóst- fylkingunni. Þar hafði sonur auðmannsins verið settur. Þar barðist hann. En faðir hans þráði hann svo sárt. Svo kom einn sólheitur sumardagur. Fugl- arnir sungu og blómin ilmuðu í stóra aldin- garðinum. Einn af þjónunum stóð við dyrnar á húsinu fagra. Uti á veginum sá hann hvar roskinn her- maður var á ferðinni. Hann var þreytulegur og allur rykugur, og fötin hans voru öll gat- slitin. Hann var ósköp aumingjalegur. Bund- ið var um vinstri handlegginn á honum, og umbúðirnar voru blóðugar. En í hægri hendi hélt hann á hvítu nafn- spjaldi. Nafn hins unga sonar auðmannsins stóð á spjaldinu. Gamli hermaðurinn leit á húsið og svo á spjaldið. Já, það stóð heima. Þarna var húsið, sem honum hafði verið vísað á. — En húsið er svo skrautlegt og ég er svo volaður. Það er nú ekki handa mér, eins og ég er á mig kominn. Svo stóð hann kyrr fyrir utan húsið. Síðan fór hann að ganga fram og aftur, en svo varð hann þreyttur og settist á stein úti við göt- una. L J □ S B E R I N N 110

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.