Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 13
kominn hingað um langa vegu, sagði prestur- inn. Hann heitir Lá og er frá Suður-Húnan. Hann hefur verið burðarmaður hjá hermönn- unum, en nú er hann veikur og ætlar aftur heim. Hann biður um að fá dálítið af lyfjum og kannski eitthvað af ferðapeningum. Gerið svo vel að koma hingað inn, sagði kristniboðinn. Þeir komu báðir með inn á aðgerðarstof- una. Maðurinn var mjög kurteis og bað af- sökunar á ónæðinu, sem hann gerði. Hann hefði lengi verið með hermönnunum og nú var hann svo sárþjáður af hitasótt og þyrfti nauðsynlega á lyfjum að halda. Kristniboð- inn lét hann fá svolitla öskju með kíninpill- um. Svo voru það ferðapeningarnir. Hann hafði verið ráðinn af hermönnunum til að bera börur, en borgunin var lítil. Á heimleið- inni hafði hann komizt í þrot með peninga. Kristniboðann langaði til að vita, hvar hann ætti heima. Maðurinn skýrði greinilega frá öllu. Hann var frá þorpinu hans Foolais. Kristniboðinn hélt yfirheyrslunni áfram. — Kannast þú við fjölskyldu, sem ber nafn- ið Dao? spurði kristniboðinn. Eigið þér við ópíumsreykingamanninn? — Já, svaraði kristniboðinn. — Ég þekki hann mæta vel. Hann er dáinn og kona hans er líka dáin. — Áttu þau ekkert barn? — Jú, þau áttu dreng, en hann hlýtur að vera dauður fyrir löngu. — Þekkir þú mann, ,sem heitir Wang-lao- ban? spurði kristniboðinn. Wang-lao-ban? Jú, ég þekkti hann vel. Hann var ræningi. Hann var skotinn í fyrra ásamf öllum bófaflokknum. Hermennirnir sáu um það. — Hvað segir þú? Var hann skotinn? — Já, hermennirnir náðu honum að lokum. Nú ríkir aftur friður í byggðarlagi okkar. Kínverski presturinn hlustaði á samtalið af mikilli ákefð. — Þetta voru nú góðar fréttir, sagði hann. Leyfðu mér að sjá vegabréfið þitt, svo að við getum lesið nafnið þitt. Vel getur verið, að við getum hjálpað þér um svolítið ferðafé. Maðurinn sýndi þeim vegabréfið. Þar stóð líka nafn þorpsins, sem hann átti heima í. Hann leit út fyrir að vera heiðarlegur. Hann var áreiðanlega enginn ræningi, sem var á hnotskóg eftir Foolai. — Bíddu svolítið, sagði kristniboðinn. Svo hljóp hann inn í stofuna og sótti drenginn, og gat loks talið hann á að koma með sér. Maðurinn skildi ekkert í þessu, þegar kristniboðinn kom með drenginn. Það var auðséð, að hann þekkti ekki Foolai aftur. Hann rak upp stór augu, þegar hann fékk að vita, hver drengurinn var. Svo var mannin- um boðið að borða með prestinum og Foolai, og hann þáði það með þökkum. Svo fékk hann ferðapeninga og lofaði að skila kveðju frá Foolai til drengjanna í þorpinu. Því næst hélt hann sína leið. Drengirnir gátu eiginlega ekkí skihð, hvað var að Foolai þetta kvöld. Hann var svo glað- ur, eins og hann ætti afmæli. Hann tók alla peningana úr blekbyttunni og þaut út í veit- ingahúsið handan götunnar. Brátt kom hann til baka með veitingahúsþjóninn, sem hafði með sér stóran bakka með skálum, sem voru fullar af hveitipípum (makkaróni). Svo hafði hann líka fengið uxakjöt með rauðum pipar til bragðbætis. Drengirnir stukku upp til handa og fóta, og vissu ekki, hvort þeir áttu að trúa sínum eigin augum, þegar Foolai kom með allar þessar kræsingar og bauð þeim að vera með í veizlunni. Foolai var glaður og fagnandi, og presturinn og kristniboðinn urðu líka að vera með, því að þeir vissu um ástæð- una fyrir gleði Foolais. Nú þurfti hann aldrei framar að óttast ofsóknir ræningjanna. Svo kom sumarfríið. Kristniboðinn og fleiri héldu til fjalla til að losna við versta hita- svækjutímabilið um nokkurra vikna skeið. Skólanum var lokað, og nemendurnir fóru heim. Foolai átti að búa hjá kínverska prest- inum í sumarfríinu og leika sér við drengina hans. Þeir hlökkuðu til leyfsins, þó að þeir yrðu að hýrast í hitasvækjunni í Ningsiang. Þeir gátu látið fara vel um sig, lesið góðar bækur og baðað sig í ánni eins oft og þá lysti. Þegar kristniboðinn kom aftur til Ningsiang í ágústmánuði, var Foolai farinn. Presturinn kínverski sagði honum undarlega sögu. Tveir menn komu með burðarstól alla leið frá þorp- inu hans Foolai. Þeir komu með bréf til Foola- is og greindu frá því, að frændi hans hefði misst son sinn í stríðinu. Nú var hann mjög óhamingjusamur, af því að hann átti engan LJDSBERINN 11»

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.