Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 6
„Hédna rökuðum vi mamma, og hessa sátu bjó é til með Diddu.“ Og pabbi klappaði á þriggja ára koll og sagði, að það væri gaman að eiga duglega stúlku. Það var komið undir kvöld þessa sama dags og verið að sækja kýrnar. Mamma fór niður að Keldu til að taka á móti þeim, og ég þurfti auðvitað að fara líka, svo að mamma væri ekki ein. Þarna voru kálfarnir komnir. Það var víst bezt, að ég sækti þá. Þess vegna sagði ég við mömmu: „Mamma, hú mátt reka stóru kýddnar. É skal reka kálfana.“ Svo fór mamma á undan með kýrnar. En kálfarnir drógust aftur úr allir þrír, Stóri, Litli og ég sjálf. Allt gekk vel þangað til við nálguðumst bæinn. Þá staðnæmdust kálfarnir, litu yfir túnið og horfðu á sáturnar. „Hetta eru bara sátur,“ sagði ég, og svo sveiflaði ég litla spottanum mínum og sagði: „Ho—ho—ho,“ eins og stóra fólkið var vant að gera, þegar reka þurfti kýrnar. Það var þó varla spottinn minn, sem olli þeim undrum, er nú gerðust. Kálfarnir ráku upp hvell, dimm baul, settu halana upp í loftið og þutu af stað í áttina að fyrstu sát- unni. Þetta var svo fyndið, að ég skellihló. En gamanið fór fljótt að grána. Kálfaflónin héldu víst, að sátan væri eitthvert leikfang, búið til handa þeim. Þeir æddu beint á hana, settu undir sig hausana og þeyttu henni út um allt. Þó að ég væri þriggja ára, en kálfarnir aðeins á fyrsta ári, var ég ólíkt seinni í snún- ingum en þeir. Ég hljóp eins hratt og stuttu fæturnir gátu borið mig og öskraði af öll- um mætti, bæði af hryggð og reiði. Það stóð heima, að þegar ég komst að sátunni, þá var hún alveg jöfnuð við jörð. Ég sveiflaði spottanum mínum og ætlaði að lumbra duglega á þrjótunum, einkum Litla, sem var miklu æstari en Stóri. En hann hafði enga löngun til að bíða eftir því, heldur þaut beint að næstu sátu, sem var rétt fram undan, og fór eins með hana. Ég hljóp aftur af stað og öskraði nú svo hátt, að mamma k'om fyrir hlöðuhornið til að vita hvað gengi á. Stóri var þá hættur leiknum og labbaði heim að fjósi, en Litli hamaðist í sátunni, eins og hann ætti lífið að leysa. Þegar ég sá hann fullkomna verk sitt þar og þjóta síðan að þeirri þriðju, án þess að ég gæti komið í veg fyrir það, gafst ég alveg upp. Það var hræðilegt að horfa á handa- verkin, sem ég rétt áðan var svo stolt af, vera eyðilögð á þennan hátt. En þó var miklu erfiðara að verða að viðurkenna vanmátt sinn. Ég hafði boðið mömmu að reka kálfana og hélt, að ég réði við þá. En nú varð mamma sjálf að koma hlaupandi, þegar hún sá, að yngsta dóttir hennar var svo mikill klaufi, að hún lét Litla eyðileggja dagsverk þeirra á svipstundu. Ég skammaðist mín svo mikið, að ég þorði ekki að líta á mömmu, þar sem hún átti 1 erjum við Litla. 1 stað þess hljóp ég heim til pabba og sagði í máttvana bræði: „Ha er bezt að skjóta hann.“ „Að skjóta hvern?“ spurði pabbi undrandi. „Hann Litla,“ svaraði ég ákveðin. „Hann er svo vondur a ha er bezt að skjóta ann.“ Mér er sagt, að það hafi liðið nokkrar vik- ur frá þessum atburði, þangað til kröfu minni var fullnægt. Og þá var það gert vegna þess, að pabbi var fyrir löngu búinn að lofa að selja kjötið af Litla. En í huga mínum renn- ur þetta saman í eina heild. Ég trúi því varla enn þá, að Litla hafi ekki verið slátrað sama kvöldið og hann velti um sátunum, og að það hafi aðeins verið gert fyrir mín orð. Að minnsta kosti var það þá fyrst, sem mér fannst ég fá uppretsn eftir auðmýkinguna, og Litli jafnframt fá hæfilega refsingu fyrir óþekkt sína. Nokkru seinna man ég svo, að ég horfði á mömmu og pabba fara suður veg með Stóra. Það var búið að selja hann. En ég vissi, að hann átti ekki að deyja, heldur lifa og verða stór, stór boli. Það fannst mér líka hann eiga skilið. Hann hafði alltaf verið miklu betri kálfur en Litli frændi hans. L. K ★ 122 LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.