Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 8
ur ægilega gaman." Og síðan útskýrði hún enn betur fyrir Önnu, hvað ferðin yrði skemmtileg og að lokum sagði Anna: „Jæja, ég ætla að reyna.“ Og það fannst Kristínu al- veg nóg og fylgdi nú Önnu heim á leið. — Það var kominn fimmtudagur og Anna varð að fara að láta til skarar skríða, ef hún ætl- aði að komast með stelpunum. Hún kom heim úr skólanum klukkan tólf. Stelpurnar höfðu ekki talað um annað þennan dag en þetta fyr- irhugaða ferðalag þeirra. Og Önnu litlu lang- aði enn meir til að fara en nokkru sinni fyrr. Þegar hún kom heim spui’ði hún mömmu, hvort hún mætti fara, hún þyrfti ekkert að hafa með sér, nema nesti og farangur. „Jæja,“ sagði mamma hennar blíðlega, „ef þetta kostar ekki neitt, þá vil ég gjarnan leyfa þér að fara, Anna mín. En þú veizt það, að við höfum nú ekki mikil peningaráð um þessar mundir.“ Fyrsti hjallinn var unnin, en sá erfiðasti var eftir og það var að ná peningunum. Það var komin nótt. Anna litla gat ekki sofnað. í buddunni hennar lágu nú þrjár krónur, sem hefðu átt að vera í buddu mömmu hennar. Mamma hennar hafði skroppið út að snúrum til þess að hengja upp þvott og á með- an hafði Anna no’tað tækifærið og tekið krón- urnar úr buddunni. Og nú vonaði hún bara, að mamma hennar tæki ekki eftir því, svo að hún gæti bætt þeim við seinna, þegar hún væri búin að vinna sér þær inn. Þegar Anna fór með kvöldbænirnar sínar þetta kvöld, var eins og hún fengi sting í hjartað og henni fór að líða illa. Það var ein bæn, sem hún fór alltaf með kvölds og morgna. Það var þessi bæn: „Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, Svo allri synd ég hafni.“ Og þegar hún hafði lokið við seinustu setn- inguna, var eins og hún fengi sting í hjartað. Henni leið illa, en hún reyndi að hugga sig með því, að þetta væri aðeins lán, en ekki þjófnaður. Hún ætlaði að skila því aftur eftir nokkra daga. Og loksins gat hún sofnað og vaknaði ekki fyrr en mamma hennar vakti hana til Þess að fara í skólann. Hún hafði enga matarlyst þennan morgun og þegar hún kom heim úr skólanum var hún svo föl í framan, að mamma hennar hélt, að hún væri eitthvað veik. — Klukkan þrjú átti áætlunarbíllinn að fara af stað. Nú vantaði klukkuna fimm mínútur í PÉTUR LBTLI ★ MYNDASAGA FYRIR YNGSTU BÖRNIN ★ Pétri íannst allt undarlegt á að líta úr loftinu. Það hlýtur að vera skemmtilegt að vera flugmaður, hugsaði hann. Er flugvélin lenti, hlj einum spretti heim tí sinnar og sagði henni söguna. ljdsberinn 124

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.