Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 13
Borðbæn barnsins ★ DROTTINN BLESSI MIG OG MÍNA FÆÐU I JESÚ NAFNI AMEN Hann staðnæradist einu sinni enn, en þá staðnæmdist hann til þess að láta kr. 5,23 nið- ur í umslag.ið, þar sem hinir peningarnir voru. Þegar hann kom upp til Lárusar frænda sins, og hann hafði talið peningana og litið á miðann, sagði hann: — Þetta var meiri fiskafinn, drengur! Mér þykir þú hafa verið duglegur! En það er of mikið af peningum hérna. Karlsson er ekki vanur að telja skakkt. — Já, það breyttist verðið á álunum. Það var sagt í útvarpinu í gærkvöldi. — Já, já, einmitt. Andrés kom hingað fyr- ir tveim klukkutímum og minntist á það. Ég var búinn að gleyma því. Ertu ánægður með þessar kr. 5.23, drengur? — Ó, það er of mikið, sagði Sveinn og reyndi að dylja hugsanir sínar. — Alls ekki. Þú ert meira virði en svo. Hef- ur þú hengt inn netið og önglana? Já, ég þarf víst ekki að spyrja um það, því að það er ekki til jafnmikill prýðisdrengur og þú, Sveinn. Það verður áreiðanlega mikill maður úr þér með tímanum. — Heldur þú það, frændi? — Já. — Þakka þér fyrir. Sveinn fór, og þegar hann kom út, var hann þakklátur fyrir, að hann hafði ekki fallið fyr- ir freistingunni og tekið peningana, sem hann fékk núna. Ef hann hefði tekið þá, hefði Lár- us frændi hans verið leiður alla ævi út af því, að Sveinn var ekki sá, sem hann hélt að hann væri. Nú hafði hann sigrazt á freistingunni, fengið þessa peninga og hvorki syndgað gegn Guði né mönnum. Verkefnið var vel af hendi leyst. ★ ★ ★ LJ Ó5BERINN 129

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.