Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 14
 i BI6LÍUSKÚLI Sjálfsagt myndu ýmsir lesendur Ljósber- ans þiggja það að fá að vera um tíma i Biblíuskóla og hlusta á fræðandi og skemmti- leg erindi um bók bókanna, Biblíuna, sem öllum kristnum mönnum þykir vænt um. En það er hvort tveggja, að Bibliuskólar eru ekki á hverju strái, og svo eiga ekki allir heimangengt til þess að dvelja í slíkum skól- um. Biblíubréfaskóli myndi gera hverjum, sem er, fíert að vera þátttakandi, hvort sem hann er ungur eða gamall og hvar sem hann býr á la.idinu. Þá er námið stundað heima og tekiíi í áföngum og á þeim tíma, sem nem- andanum sjálfum kemur bezt. Slíkur skóli hefur nú litið dagsins Ijós. Hann nefnist Biblíubréfaskólinn LJÓS LÍFS- INS, og hefur Ólafur Ólafsson, kristniboði, einkum staðið fyrir framkvæmdum í sam- bandi við bréfaskólann. Biblíuskólinn býður nú hverjum þeim, sem kynnast vill boðskap Biblíunnar á skemmt.i- legan og auðveldan hátt, að gerast þátttak- andi í stuttu námskeiði um eitt af guðspjöll- um Nýja testamentisins, Jóhannesar guðspjall. Með fyrsta bréfinu fylgir guðspjallið sérprent- að á íslenzku og ensku. Geta þátttakendur þannig haft tvöfalt gagn af lestri guðspjalls- ins. Landssamband KFUM hefur tekið að sér að annast afgreiðslu bréfanna. Skólinn snýr sér einkum til ungs fólks, en allir geta orð- ið þátttakendur. Þó hafa börn innan 12 ára tæpast gagn af honum. Skrifið nú til Biblíubréfaskólans LJÓS LÍFSINS, pósthólf 211, Reykjavík, og ykkur verður sent fyrsta bréfið. Það skal tekið fram, að þátttaka er ókeypis og án allra skuldbindinga. 130 2>m ttinn, lijálpar Æskuna leiddu Guð öruggt hér með indælar dyggðir í hjarta sér, og djörfung í trú svo að dafni nú og daglega finni að sjálfur þú, sért henni þá sú hjálp, sem má treysta með leiðsögn svo Ijúft þér frá. Heilagan anda þíns hreina mátt lát hana vel leiða svo vaxi brátt, á menntabraut svo að hún minnist hér að miskunn þín vakir, sem alltaf sér, öll hjartans mál í hug og sál, lát hana fella ei lífsins tál. Leið hana Drottinn um lífsins stig svo lofað hún geti vel örugg þig, sem freistinga sigrar mátt fyrir þá er fullkomið traust þig setja á, og biðja nú svo blítt í trú, Drottinn að hjálpir vel dag hvern þú. Bœnin er uppspretta blessunar öll beztu gæði við finnum þar, við krossinn á heilögum kærleiks stig því Kristur hann dó fyrir þig og mig, og frelsa kann hvert fótspor hann, leiðir oss vel það líf mitt fann. Drottinn hann leiðir mig dag hvern vel og djörf ég honum því alltaf fel. mitt hjarta því treysta ég honura má sem hjálpar og stöðugt vill kraft mér Ijá, og geymir mig á gœfustig, í trú ég Drottinn Guð treysti á þig. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.