Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 15
Veiztu. 1. Hvar íslenzka kristni- boðsstöðin er? 2. Hvað hjúkrunarkonan heitir, sem starfar þar? 3. Hvað margir sjúklingar sækja til sjúkraskýlisins ár- lega? 4. Hvaða tveir íslenzkir kristniboðar hafa starfað í Kína? 5. Hvaða ár fyrstu íslenzku krinniboðarnir voru sendir tii Eþíópíu. * * * OrðskviSir. Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimsk- ingjans eys úr sér vitleysu. Augu Drottins eru alls stað- ar, vakandi yfir vondum og góðum. Afglapinn smáir aga föður síns, en sá, sem tekur umvönd- un verður hygginn. Vegur hins óguðlega er Drottni andstyggilegur, en þann, sem stundar réttlæti, elskar hann. Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en sé hryggð í hjarta er hugurinn dapur. 111 áform eru Drottni and- styggð, en hrein eru vingjarn- leg orð. ★ ★ ★ Lyíseðill. Margar sögur hafa verið sagðar í sambandi við illa skrif- aða lyfseðla. Hér kemur ein dönsk, en við seljum hana ekki dýrari en við keyptum hana: Kona nokkur fékk lyfseðil (auðvitað illa skrifaðan), sem hún síðan notaði til þess að ferðast með járnbrautum end- urgjaldslaust í tvö ár, notaði hann sem aðgöngumiða að landsleik milli Dana og Svia, tvisvar notaði hún hann, sem tilkynningu frá forstjóranum til gjaldkerans um launahækk- un, og að lokum spilaði sonur hennar eftir honum á píanó. Aðeins einu sinni fór illa fyr- ir henni. Hún ætlaði að komast í kvikmyndahús út á hann, en dyravörðurinn sagði að þetta gilti aðeins á 9 sýningu! Það sem stóð á seðlinum var auðvitað nafn á einhverju lyfi, en það gat auðvitað enginn lesið! ★ ★ ★ Skrítlur. Dómarinn: — Voruð þér ekkert hræddur, þegar þér stáluð peningaveskinu? Ákærði: — Jú, ég var hræddur um, að það kynni að vera tómt! ★ ★ ★ Pétur: Mér finnst ekki, að ég eigi að fá 0 fyrir þessa rit- gerð. Kennardnn: Það finnst mér ekki heldur. En við gefum bara aldrei lægra. ★ ★ ★ Kennarinn: — Reynið að sitja svo grafkyrr, að maður geti heyrt saumnál detta. Djúp þögn í bekknum, þar til Inga litla hvíslar: — Nú er al- veg óhætt að láta hana detta, herra kennari. Skortur á Indíánaíjöðrum. Nýlega ræddi blaðamaður við indíánahöfðingjann Hraða vind. Blaðamaðurinn vildi með- al annars fá að vita hvers vegna Indíánarnir væru ekki eins skreyttir með fjöðrum og áður, þegar þeir héldu hinar litríku hátíðir sínar ferða- mönnum til heiðurs. Höfðinginn svaraði, að það væri einfaldlega vegna þess, að suma þjóðflokka vantaði mjög fjaðrir til að skreyta sig með. Nú hafa verið settar á fót skrif- stofur viða í Chicago og þar í kring í þeim tilgangi að annast söfnun og dreyfingu á fjöðrum fyrir Indíána, sem eru í fjaðra- hraki. ★ ★ ★ 'ÞS6I 'S 'jpjd uossauuen uueq -9f So uossjbjq -tnjBjo 'f 'OOO'SI uinSuuH 'S •jijjppBjsjo uunSuj 'z ‘nid^icja i BSojJBuuns igBjaq^suoH J ’l :JÍ?AS Barna-og unglingablað með mynd- um. Kemur út sem svarar einu sinni á mánuði. Formaður út- gáfustjórnar er Ólafur Ólafsson kristniboði, Ásvallagötu 13, sími 13427. Ritstjórar: Ástráður Sigurstein- dórsson, skólastjóri (áb.) og Sigurður Pálsson, kennari. — Afgreiðslumaður er Magnús Ágústsson, Ægissíðu 46, sími 14343. Utanáskrift blaðsins er: Ljósber- inn, pósthólf 243, Reykjavík. Áskriftargjald er kr. 35.00. Gjalddagi er eftir útkomufyrsta blaðs ár hvert. Prer.tstaður í Félagsprentsm. h.f. | _________________________________^ LJDSBERINN 131

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.