Ljósberinn - 01.12.1960, Page 4

Ljósberinn - 01.12.1960, Page 4
myrða öll ungbörn þar. Enginn hefur djörf- ung til að biðja harðstjórann vægðar. Þá kom kraftur Drottins yfir mig, svo ég gerði það. Ég gat ekki þolað að horfa á alla þá sorg og skelfingu, er þetta orsakaði vesalings mæðr- unum. Elíeser, bezti vinur minn, fylgdi mér að hallarhliðinu. — Hvað gerðir þú svo, bróðir minn? — Ég gekk fyrir Heródes. Ég talaði til harð- stjórans með fullri djörfung og bað mæðrun- um og ungbörnunum vægðar. — Og hverju svaraði konungurinn? spurði Naómí. — Hann reiddist ákaflega, svaraði Ben- Húri, og skipaði hermönnum sínum að grípa mig höndum og hengja mig á gálga á Golgata. — Hvernig getur þú verið hér, elsku bróð- ir? spurði stúlkan grátandi. — Ég bað um tveggja daga frest til þess að geta kvatt þig, því þú munt ein gráta mig eftir að foreldrar mínir dóu. — Og varð harðstjórinn við bæn þinni? — Já, systir mín, hann gaf mér fararleyfi gegn því að ég setti tryggdngu. — Elíeser, vinur minn, lét hneppa sig í fangelsi þangað til ég kem aftur, og svo sannarlega sem ég er af hinum göfuga ættstofni Benjamíns skal ég koma aftur. — Nei, æ-nei, elsku bróðir minn, sagði Naómí grátandi og tók um háls bróður síns. Þú mátt ekki hverfa aftur í helgreipar Heró- desar. Þú verður að flýja í eitthvert fjarlægt land, flýðu til Egyptalands. Ég skal fylgja þér. Ég segi upp stöðu minni hér og fer með þér. Þú skalt ekki deyja sem illræðismaður. — Talaðu ekki þannig, systir mín, sagði Ben-Húri alvöruþrunginn. Ég hef heitið Elíe- ser og lagt við drengskap minn, að koma aft- ur. Verði ég ekki kominn til Jerúsalem á morgun, þá verður hann líflátinn sem ill- ræðismaður í minn stað. Ætti ég að láta líf- láta bezta vininn í minn stað af hugleysi einu saman? Naómí fól andlitið í höndum sér og grét. — Ég get ekki svikið tryggan vin, sagði sveinninn ennfremur. Hann hefur látið setja sig í varðhald af frjálsum vilja fyrir mig, og hann treystir mér. — Harðstjórdnn mun hrósa sigri, komi ég ekki aftur. Hann kvaðst ein- göngu verða við bæn minni til þess að sýna og sanna, að tryggð og drenglyndi fyndist ekki meðal manna af hdnum lítilsvirtu Gyð- ingaættum. Unga stúlkan titraði af gráti og gat engu orði komið upp. — Nei, ég vil ekki leiða smán yfir eignar- lýð Guðs, sagðd pilturinn eftir stundarþögn. En þú skalt hefna mín. Þú skalt fara til Betlehem og skýra frá því, er ég hef sagt og gert, og þá rís þjóðin upp eins og á dögum Gídeons og Makkabeanna, og dauði minn verður neistinn, sem tendrar bál um land vort allt. Þjóð vor rekur grimmdarsegginn af hönd- um sér og verður svo frjáls á ný! Að svo mæltu þrýsti hann kossi á enni systur sinnar og skundaði síðan á burt út i náttmyrkrið. Naómí féll á kné á jörðina, fórnaði höndum til himins og hrópaði: — Drottinn Zebaot, Abrahams Guð! Varð- veittu hann bróður minn, frelsa hann frá dauðanum, þá skal ég lofa nafn þitt, þú hinn allrahæsti! Ben-Húri, sem styi'kzt hafði við nærdnguna og hina stuttu hvíld, tók til fótanna á ný. Nóttin var köld og dimm og sveipaði hann því fastar að sér kápunni og hljóp nú sem ung hind. Þegar dagaði í austrd var hann hálfnaður til Betlehem . Allt í einu heyrði hann dimrnt öskur í gljúfri nokkru við veginn. Honum var litið þangað og sá hann þá stórt ljón í nokkurra faðma fjarlægð búa sig til áhlaups. Áður en pilturinn hafði ráðrúm til að íhuga, hvort hann skyldi heldur nema staðar eða flýja, réðst ljónið á hann með hræðilegu öskri og sló hann niður. Hann fann með skelf- ingu brennheitan andardrátt þess á andliti sínu og klær þess í öxlinni. Ben-Húri fann, að hans síðasta stund var komin. Hann lokaðd augunum og bjóst við dauða sínum með bæn til ísraels Guðs á vörum. En þá brá svo kynlega við, að ljónið dró allt í einu inn klær sínar, reisti höfuðið og horfði eftir veginum. Að því búnu lagðdst það með mestu hægð fram á lappir sínar við hliðina á piltinum ósjálfbjarga. Þegar Ben-Húri opn- aði augun aftur stóðu hjá honum karlmaður og ung kona. Og konan bar engilfagurt svein- barn á örmum sér. Barnið strauk blóðugt enn,i hans með litlu, mjúku höndunum sínum, og fannst Ben-Húri LJÓSBERINN 136

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.