Ljósberinn - 01.12.1960, Page 8

Ljósberinn - 01.12.1960, Page 8
Kom þá ekki hundur, kátur, geltandi og gól- andi á móti henni! — Ert það ekki þú, Karó vinur minn! hróp- aði hún upp fagnandi. Þá voru mörg ár lið- in frá því, að hún háfði glaðzt af nokkru. — Hvernig hefur þú náð í hann? spurði Dórótea litlu stúlkuna, sem kom með hund- inn. Blessuð komdu inn, sagði hún, þegar hún sá, hversu telpan var þunnklædd og kuldaleg. Þegar veslings telpan kom inn, rétti hún hendurnar að arinum bláar af kulda. — En sá blessaður hiti hérna, sagði hún. Mamma vildi ekki annað en að ég færði þér rakkann þinn í kvöld, til þess að þú gætir þó haft hann þér til gleði. En öll fórum við að skæla, þegar við urðum að sleppa honum. — Hvernig komst hann til ykkar? spurði Dórótea þá aftur. — Mamma fann hann úti á götu. Hann lá þar og hafði verið ekið yfir hann og var hann nær dauða en lífi. Nú er mánuður síðan. Við hjúkruðum honum og tókst að lífga hann aftur. Nú er hann orðinn hress og heill. Ó, hann er svo indæll! Ein löppin er bara vit- und styttri en hinar. En við því getum við ekkert gert. — Hvað heitir þú? spurði Dórótea. — Dórótea, svaraði litla stúlkan, hann pabbi sagði, að ég ætti að heita eftir ungri stúlku, sem hann hafði svo miklar mætur á. Þá fölnaði Dórótea. Hana grunaði þegar í stað, hvaða barn þetta væri. Hún hafði líka undir eins þekkt hana á augunum. Þau voru svo hrein og skír, og það voru einmitt þau, sem gerðu henni stúlkuna svo undarlega að- laðandi. — Faðir þinn heitdr þá Andrés Jensen, og þið búið svo sem hálfa mílu héðan? — Já, svaraði Dórótea yngri forviða. Svo þú þekkir okkur þá? Því svaraði gamla konan engu, heldur spurði: — Hvers vegna færðir þú mér hundinn fyrst núna? Stúlkan svaraði: — Fyrir tveim dögum kom maður héðan úr sveitinnj til okkar. Hann þekkti hundinn og sagði: •— Dórótea Williams á þennan hund. — Þess vegna sendi mamma mig með hann í dag. En nú verð ég að fara áður en myrkrið dettur á. Mamma sagði, að hún ætlaði að koma á móti mér með litlu bræður mína. Vertu sæll, elsku Tryggur minn! Við kölluð- um hann Trygg. Hún kraup niður fyrir framan Karó og kyssti loðna kollinn hans og grét beisklega. Dóróteu gömlu var órótt innanbrjóst og lá næstum því við að öfunda Karó. Hvernig gat hún nú haft brjósts til þess að láta litlu stúlkuna fara eina síns liðs svo lang- an veg og vita þó ekki hvort hún hitti mömmu sína á leiðinni? En þegar henni kom í hug móðir hennar, sem einu sinni varð henni hlut- skarpari, þá fannst henni hún mundi verða allt annað en fegin fundi hennar. En var hún nú ekki fyrir lítilli stundu bú- in að heita sjálfri sér því, að hún skyldi verða önnur og betri manneskja? Og var nú ekki eins og allt væri svo merkilega búið í haginn fyrir hana, til þess að hún gæti sýnt, að henni væri alvara með afturhvarfið? — Bíddu við litla stund, sagði hún, svo að við Tryggur og ég getum fylgt þér á leið. Hún fyllti nú köi'fu með ýmsu góðgæti, og því meira sem hún lét í körfuna, því meira fannst henni vanta.. Og endirin varð sá, að hún varð að taka aðra körfu stærri og fylla hana. Að því búnu tók hún í hönd nöfnu sinn- ar, og minni körfuna lét hún á handlegg hennar, fulla af eplum og kökum, líklega til þess, að allt skyldi vera, eins og jólasveinninn hafði sagt. Dórótea litla lét nú heldur munninn ganga á leiðinni. Nafna hennar fékk allt að vita hjá henni um basl þeirra og bágindi, og að mamma hennar væri rétt orðin uppgefin á að basla fyrir börnum sínum. Loks sáu þær háa og granna konu koma á móti þeim, og leiddi hún sinn drenginn v.ið hvora hönd. Hafði Dórótea borið þungan hug áður til þessarar konu, þá er það víst, að nú hvarf sú þykkja með öllu. Henni blöskraði alveg að sjá útlit hennar. Hún var næstum ekki annað en skinin beinin af þrældómi og bjargarskorti. Hún var ósköp illa til fara. Sjal hafði hún um herðar sér, gamalt og gatslitið. Dórótea var alveg gagntekin af meðaumkun. Nú harmaði hún það sárt, að hún skyldi ekki hafa hlaupið undir bagga með þessar.i ves- lings manneskju fyrr. Það kom fát á konuna, þegar hún sá Dóróteu Williams, og gat hún varla orði upp komið, en sagði þó: 140 LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.