Ljósberinn - 01.12.1960, Qupperneq 9

Ljósberinn - 01.12.1960, Qupperneq 9
— En hve það var fallega gert af þér að fylgja litlu stúlkunni minni á leið! Ég hef svo oft hugsað um það, hve slæm við höfum ver- ið við þig. En við vorum ung þá, og ég er búin að fá mín makleg málagjöld. — Nú skulum við gleyma því öllu, sagði Dórótea, allir hafa sína bresti. Ég hef verið allt of harðvítug við ykkur, og hef haft meird skaða en gagn af því. Ég hefði átt að vera komin ykkur til hjálpar fyrir löngu. En nú skaltu fá að sanna, að ég skal reynast þér allt öðru vísi. Marta, en svo hét konan, grét við þessi orð. Dórótea klappaði á herðarnar á henni og hugg- aði hana. — Hafðu nú þessa körfu með þér, þá svelt- ið þið þó ekki rétt í kvöld. Komið þið svo til mín á nýársdag og borðið miðdegisverð hjá mér. En á meðan skal ég hugsa upp, hvað ég get gert fyrir ykkur. Marta margþakkaði henni að skilnaði. Dórótea litla vafði örmum um háls nöfnu sinnar og kyssti hana á kinnina. Og svo var sá koss ástúðlegur, að Dóróteu hitnaði alveg inn að hjartarótum. Á heimleiðinni var hún svo sokkin niður í að hugsa um það, hvað hún ætti að gera fyr.ir þessa veslings fátækl- inga, að hún tók alls ekki eftir næðingnum, sem blés á móti henni. Öðrum megin dyra voru tvær stofur, sem hún notaði aldrei, hvort sem var. Þar gat Marta búið með drengina sína. Nöfnu sína ætlaði hún að hafa hjá sér. Hún hlakkaði til að láta hana hjálpa sér dálítið, þegar hún kæmi heim úr skóla. Fyrir þá snúninga átti hún svo að fá fæði hjá henni. Marta hlyti að geta eins fengið vinnu þar í sveitinni eins og annars staðar. Og ynni hún úti á daginn, gæti hún látið það vel í pottinn hjá sér, að dreng- irnir gætu fengið að borða hjá henni. Þegar hún var svo ndðursokkin í þessar hugsanir, var hnippt í hana. Það var þá Karó, trvggðavinurinn. Hann stökk og flaðraði upp um hana geltandi af kæti. Hann hafði lengi staðið grafkyrr úti á götunni og vissd ekki, hvora leiðina hann átti að fara. En ást hans á gömlu matmóður sinni varð yfirsterkari. Hon- um hefur ef til vill fundizt hún vera svo ein- mana og þyrfti því verndar við af hans hálfu. — En hve þú ert indæll! sagði hún og LJDSSERINN klappaði honum klökk. Og ég sem gerði þér svona rangt til! Það lá við, að hún færi að biðja Karó fyrir- gefningar. í vikunni^ sem í hönd fór, mundi hún eiga æði annríkt. Hún þurfti að þvo og hreinsa tvær stofur. Hún þyrfti að dusta og fægja gömlu húsgögnin og setja upp gluggatjöld, og viðkunnanlegra væri að hafa ábreiðu undir borðinu .... Hún greikkaði sporið. Það var eins og hún yngdist upp við, að fá eitthvað til að hugsa um. Hún hlakkaði blátt áfram til þess að koma þessu' öllu í verk. Þegar hún kom inn í stofuna sína, var eld- urinn á arninum að kulna út, en samt var þar hlýtt og notalegt' inni, alveg eins í fyrri daga, þegar hún gekk kringum blessað jólatréð með foreldrunum sínum sælu. Hún gaut hornauga út í hornið hjá arnin- um, til að vita hvort jólasveinninn litli stæði þar enn. En þótt hún sæi engan standa þar, þá kinkaði hún þó kolli þangað og sagði við sjálfa sig: •—- Ætli hann sé nú ekki ánægður við mig? Og einhver rödd hið innra með henni svar- aði: — Já, Dórótea Williams! Nú ertu búin að finna sjálfa þig, nú ertu aftur orðin eins og litla stúlkan, sem jólasveinninn mundi svo vel eftir. Á nýársdag komu gestir Dóróteu. Þá varð nú heldur líf og gleði í gömlu stofunum, eftir alla þungu og þreytandi þögnina, sem þar hafði verið lengi, lengi. Þegar Marta sá stof- urnar, sem nú átti að verða framtíðarhíbýli hennar og barnanna hennar allra, þedrra er nú voru á lífi, þá grét hún af fögnuði og þakk- látssemi. En engin var þó glaðari og þakklátari en Dórótea sjálf. Nú fannst henni sem sér væru bætt upp öll einveruárin, sem hún hafði eytt þarna í þungum hugsunum og sárri gremju við allt og alla. Hún hugsaði oft með sjálfrd sér: — Jólasveinninn hefur áreiðanlega verið sendur til mín og hann hefur heldur ekki farið erindisleysu. Og hún þakkaði Guði. 141

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.