Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.12.1960, Blaðsíða 12
Við skoðuðum Hniðru vandlega. Það var engin mjólk í henni. Og þegar kindunum var hleypt út úr réttinni að lokum, röi+- hún ein til fjalls án þess að jarma. Auðséð var, að hún var búin að gleyma Stubbi, og á því gat varla verið nema ein skýring. Hann hlaut að vera dáinn, og það fyrir mörgum dögum. Sporin mín heimleiðis frá réttinni voru þung þennan dag. Ég hugsaði um litla, ferfætta vininn minn og iðraði þess sáran, að okkur skyldi detta í hug að senda hann til fjalls með mömmu sinni urft vorið. Nú furðaði mig á því, að við skyldum ekki renna grun í, að svona mundi fara fyrir litlum heimaalning og dekurbarni, sem ekki þekkti hinar marg- víslegu hættur heimsins og kunni ekki að varast þær. Þegar heim kom, vann ég skyldustörf mín þar meðan bróðir minn og frændi óku í jepp- anum til næstu bæja til að vita, hvort við ættum þar nokkrar kindur í ull. En uppi í fjárhúsi biðu fáeinar ær. sem við ætluðum að rýja að lokum. Eg kepptist við innan-hússtörfin og vissi ekki hvað tímanum leið fyrr en bróðir minn birtist allt í einu í eldhússdyrunum og sagði brosandi: „Það er gestur úti í bíl, sem langar til að heilsa upp á þig.“ „Hver er það?“ spurði ég en fékk aðeins það svar, að það væri gamall kunningi minn. „Bauðstu honum ekki inn?“ sagði ég þá. „O-nei. Ég vildi heldur, að þú gerðir það sjálf,“ svaraði bróðir minn hátíðlegur á svip. Mér fannst þessi framkoma við gestinn ekki samrýmast gömlum og góðum sveitasið. Þessi gamli kunningi minn gat varla verið ókunnugur bróður mínum, þegar hann kom akandi með hann í jeppanum. Ég flýtti mér því úf til að bjóða honum kaffisopa og undr- aðist, að hann hafði ekki einu sinni stigið út úr bílnum. Líklega var þetta gamalmenni á ferð á milli bæja. Undrun mín var því ekki lítil, þegar ég opnaði bílhurðina og sá ekkert annað en lítið lamb, sem lá á gólfinu og jórtraði makinda- lega. Við komu mína leit það upp, og þá þekkti ég gestinn. „Stubbur minn, ert það þú? Guði sé lof, að þú ert ekki dáinn,“ kallaði ég upp og breiddi út faðminn til að taka á móti gestinum, sem þekkti mig strax og kom í hendings kasti upp í fangið á mér. Ég strauk kollinn hans og lagði hann undir vanga minn. Þegar hann hóf ★ PÉTliR LITLI ★ MYNDASAGA FYRIR YNGSTU BÖRNIN Það var aðíangadagur jóla og raamma Péturs var önnum kafin. Pétur hjálpaði henni að bera vör- urnar heim úr búðinni. Um kvöldið settist fcÞ pabba sínum og hlustd^ hann las úr Biblíunni um í Jesú, sem var Guðs eingef ur og frelsari mannanna. 144 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.