Ljósberinn - 01.12.1960, Qupperneq 16

Ljósberinn - 01.12.1960, Qupperneq 16
KÆRLEIKUR MÓÐURINNAR „Litli mjólkurpósturinn" var á leið niður brekkuna og bar mjólkurbrúsa í sitthvorri hendinni. Litli snáðinn hafði fengið þetta nafn af því að hann var svo fús til að sækja mjólk fyrir nágrannakonurnar. Og á leiðinni niður brekkuna, frá mjólkurbúðinni; hvíldi hann sig venjulega með því að sitja á mjólk- urbrúsanum, og þá söng sá litli venjulega og var þess vegna seinna kallaður „Litli syngj- andi mjólkurpósturinn“. — Mörgum þótti ákaflega vænt um þennan litla dreng, en vænzt þótti honum um mömmu sína og pabba, og þegar hann var spurður að því hver ætti hann, þá svaraði hann venjulega með því að segja: „Mamma á mig“. En sagan, sem ég ætla að segja ykkur, er ekki um hann sjálfan, heldur um bróður hans, sem hann passaði svo oft fyrir hana mömmu sína. — Það var kominn janúar og göturnar voru hvitar af snjó, sem hafði kyngt niður undan- farna daga. Niðri í bænum sjáum við „Litla mjólkurpóstinn" í sendiferð fyrir mömmu Þeir gengu í kringum það og dáðust að því, námu síðan staðar og töluðu saman. Það var víst um myndina af Jesúbarninu, því að mamma heyrði að Haraldur sagði við Krist- ján: — Þú skilur, að það gerir ekkert til, ef við aðeins trúum á Jesúm Krist. Nú er Haraldur fyrir löngu orðinn fullorð- inn maður og hefur sjálfsagt gleymt, að hann týndi þessari litlu mynd. En hann hefur varð- veitt trúna á Jesúm Krist, sem frelsara sinn, og hvað gerði það þá til, þótt norðanstormur- inn tæki myndina af Jesúbarninu. sína. En hann vissi ekkert um það, sem var að gerast heima hjá honum um þessar mundir. Janúar var rétt nýbyrjaður og mamma hafði ekki enn tekið niður jólaskrautið og jólatréð stóð enn í horninu í litlu stofunni þeirra. Litli bróðir hans var aðeins um tveggja ára gamall, en samt orðinn fui'ðu frár á fæti. Mamma hans var að taka til eftir hátíðirnar og gaf syni sínum ekki mjög mikinn gaum. Hún var niðursokkin í að taka til, svo að allt gæti verið sem hreinast og fallegast. — Hún vissi þess vegna ekkert um það, að litli drengurinn hafði náð í eldspýtustokk og var nú að fikta eitthvað við hann. Hann skoðaði hann allan í krók og kring, opnaði hann og tók eina eldspýtu úr honum. Til allrar óham- ingju stóð hann alveg við jólatréð, sem var svo óskaplega eldfimt, að ef eldur bærist að því, mundi það fuðra upp undir eins. En litli óvitinn hafði hugsað sér að kveikja á einu kertinu, sem hafði verið sett í jólatréð til prýðis. Hann strauk eldspýtunni eftir stokkn- um, en heppnaðist ekki að kveikja strax. Hann reyndi aftur, en aftur mistókst það. Þá sneri hann eldspýtunni við og reyndi hin- um meginn og um leið heyrðist hvissið frá loganum. Honum hafði heppnazt að kveikja, það var þó alltaf byrjunin. Hann bar logann upp að kertinu og ætlaði nú að gleðja sig við það fáein augnablik, að horfa á kertið loga. En það fór öðruvísi en hann ætlaði. Áður en hann vissi af hafði hann borið eldinn of ná- lægt jólatrénu sjálfu og á samri stundu fuðr- aði jólatréð upp og logarnir teygðu sig upp í loftið og kveiktu í eftir andartak. — Móðirin leit upp og sá strax, hvað um var að vera. 148 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.