Ljósberinn - 01.12.1960, Qupperneq 17

Ljósberinn - 01.12.1960, Qupperneq 17
Jólatréð var alelda, og eftir svipstundu myndi húsið verða alelda, ef ekkert væri gert. En það var annað og meir, sem móðirin hugsaði þessa stundina, það var allt í lagi þótt húsið brynni, ef enginn væri í því, en barnið hennar, hvar var það? Hvert hafði það farið? Hún hafði séð það rétt áður og þá stóð það við jólatréð og virtist horfa á það með svo miklum sakleysissvip. En litli dreng- urinn lét brátt heyra í sér. Hann fór að há- gráta inni í næsta herbergi fyrir innan. íbúð- in var aðeins tvö lítil herbergi og barnið hafði hlaupið inn í herbergið fyrir innan, þannig ef eldurinn breiddist út, gæti móðirin ekki náð því, þar sem hún var frammi í eldhúsi. — En kærleikur móður til barnanna sinna er mikill. Og án þess að hugsa sig um þaut hún í gegnum reykinn og inn í herbergið, greip son sinn og fór með hann fram í eldhús. Og þá fann hún, að það var fárið að hitna ískyggi- lega mikið í stofunni. En hún varð að bjarga þvi, sem unnt væri að bjarga. Hún vissi, að það voru fleiri börn í húsinu en barnið henn- ar. Hún lagði drenginn frá sér, fór aftur inn í stofuna, náði taki á jólatrénu, sem var al- elda, en um leið fann hún til ógurlegs sárs- auka, bæði á höndum, en þó sérstaklega í andlitinu, sem var svo óskaplega viðkvæmt. En það var mikið í liúfi og hún henti jóla- trénu á gólfið og vafði því innan í teppi og gat slökkt eldinn eftir nokkrar mínútur. — Allt þetta hafði skeð á örskömmum tima, en þó svo löngum, að fólk var búið að sjá reyk- inn og hafði þegar í stað hringt eftir brunalið- inu. Og rétt þegar móðir litla drengsins var búin að slökkva eldinn, kom slökkviliðsbíll- inn brunandi og sjúkrabíll þar að auki. Móð- irin var flutt á spítala þegar í stað og gert að sárum hennar. Hún hafði fundið til ógurlegs hita í andlitinu, þegar hún henti jólatrénu á teppið og fannst eins og höfuðið á sér væri að springa. Það voru margar hugsanir, sem bærðust í huga hennar, þegar læknarnir komu með smyrslin og umbúðirnar, sem voru vafð- ar utan um allt höfuð hennar. „Skyldi hún nú verða með ljót ör á andlitinu alla sína æfi eftir þetta, eða myndi Guð gefa henni þá gleði að vera laus við það? Jæja, það var svo sem allt í lagi, þó hún yrði með ör og væri afskræmd það sem eftir væri, henni hafði tek- BARJVIÐ Það var ekki gull og gersemar, sem vitringarnir fundu í jötunni, heldur lít- ið barn í reifum. Þrátt fyrir það glödd- ust þeir svo mjög, að þeir tilbáðu það og færðu því dýrar gjafir. Veiztu, hvers vegna þeir urðu svona. glaðir? Það var vegna þess, að þeir fundu hann, sem þeir höfðu mesta þörf fyrir, frelsara hetimsins, sem þá einnig var frelsari þeirra. Þeir eru margir, sem ekki kæra sig um að þekkja Jesúm Krist. Þeim finnst ekkert í það varið, að vera Guðs barn. Hefurðu heyrt um konunginn, sem gaf dóttur sínni járnepli í afmælisgjöf? Hún fleygði því vonzkulega frá sér og kærði sig ekki um að eiga það. En það opnaðist, og úr því kom silfurepli. Hun tók það upp, en snerti um leið fjöður, sem á því vart og opnaðist það einnig. Kom þá í Ijós gullepli, og í gulleplinu fann hún undurfagran demant. Þannig er að vera Guðs barn. það virðist oft ekki mikilfenglegt. En hjá Jesú finnum við marga hulda fjársjóði og þeirra á meðal eilíft líf, sem er meira virði en allt annað. izt að bjarga barninu sínu og það var svo indælt.“ „Litli mjólkurpósturinn“ var á leið heim til sín. En þegar hann sá brunaliðsbílinn fyr- ir framan húsið varð honum ekki um sel. En áður en hann komst heim, lagði bíllinn af LJDSBERINN 14»

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.