Ljósberinn - 01.12.1960, Page 18

Ljósberinn - 01.12.1960, Page 18
stað og það hlaut að merkja það, að allt væri um garð gengið. Og húsið stóð enn, en hvað hafði gerzt? Einn strákanna hafði séð hann koma gangandi eftir götunni og hljóp nú í áttina til hans til að segja honum fréttirnar. Honum var mikið niðri fyrir. „Hún mamma þín er komin á spítala og brunaliðsbíllinn kom og bróðir þinn kveikti í jólatrénu og sjúkrabíllinn kom lika og mamma þín brennd- ist.“ „Litla mjólkurpóstinum“ varnú ekki rótt, er hann heyrði þessar fréttir. Samt sem áður sagði hann ekki neitt frekar en vant var. Og það var erfitt að sjá á honum, hvort hann tók þetta svo nærri sér. — En það voru sárar hugsanir, sem bærðust í brjósti hans þessa stundina. „Hvað skyldi nú verða um mömmu? Skyldi hún nú deyja frá þeim? Eða ef hún lifði, ætli hún myndi þá ekki vera með ægi- leg ör eftir eldinn? Hvernig skyldi þetta fara?“ Og seinustu skrefin heim bað hann hljóða bæn til Guðs, um að hann bjargaði nú mömmu hans, sem var þeim svo góð. Seint þennan sama dag stanzaði leigubíll fyrir framan húsið. Það var verið að koma með móður hans heim. Hún var vafin innan í teppi og hafði stóra slæðu yfir höfði sér. En hún gat þó gengið, það var þó bót í máli, fannst „Litla mjólkurpóstinum“. En þegar mamma hans var lögst í rúmið, var slæðan tekin frá og í ljós kom snjóhvítt höfuð. Allt höfuðið á henni hafði verið reifað og aðeins skilin eftir göt fyrir augu, nef og munn. „Litli mjólkurpósturinn“ gekk að rúmi hennar með föður sinum og stóð hjá henni nokkra stund. Þá lagði móðir hans hönd sína á hann og hann fann, að hún var líka vafin. En mamma hans mælti til hans blíðum orðum og sagði: „Jæja, nú verður þú að vera stór strákur og hjálpa systur þinni við eldhúsverkin.“ Lítil tár hrundu niður kinnar drengsins um leið og hann gekk fram í eldhús til þess að hjálpa systur sinni til þess að skera brauð. Tíminn leið, og sárabindin voru tekin frá andliti móður hans og höndum. Systkinin fjögur biðu heima eftir mömmu sinni og það ljómaði gleði í andlitum þeirra, þegar þau sáu mömmu aftur, hér um bil eins og hún hafði áður verið. Engin ör, ekkert afskræmt andlit. Aðeins augnabrúnirnar og augnahárin og hárið á höfðinu hafði ekki vaxið til fulls aftur, En hvað Guð hafði verið góður að gefa 1.10 ■SfJOíiíiootííSOöWtttitimsHtttststttxstitsííístiatststiot Hdet Cetiut tfranttít tjcAberanA ? Undanfarin ár hefur oft veriS mikill halli á útgáfu Ljósberans, og hafa vinir lians hvaö eftir annað orðið að leggja fram stórar fjár- upphœðir til að halda honum uppi. Þess mun einnig reynast þörf nú. Þetta er því tilfinnan- legra sem öll vinna við ritstjórn og afgreiðslu blaðsins hefur verið ólaunuð sjálfboðavinna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, hefur ekki verið unnt að afla honum nægilega margra skilvísra áskrifenda til að geta staöiö undir útgáfukostnaöi. Útgefendum er Ijóst, að til þess að sícapa Ljósberanum meiri útbreiðslu, er óhjá- kvæmilegt að leggja mun meira í útgáfukostn- að, með miklu meira myndavali og fjölbreytt- ara efni en unnt hefur verið undanfarið. Mundu því fylgja stórum aukin útgjöld, enda þótt sama sjálfboðavinna yröi lögð fram sem hingaö til. Af þessu er Ijóst, að þeim fáu einstakling- um, sem útgáfunefndina skipa, er ekki lengur fært að halda útgáfu blaðsins áfram á sama hátt og undanfarið. Hver veröur framtíð Ljós- berans, er því ekki unnt að segja að svo stöddu. Útgáfunefndin vill við þetta tœkifæri þakka alla þá vináttu og tryggö, sem hún hefur orðið vör í garö blaösins^ Henni er Ijóst, aö þörfin fyrir kristilegt barnablað sem Ljósbarann er mikil og harmar þaö sárt, ef svo þarf að fara, aö útgáfa hans stöðvist meö öllu. Ekki sízt þar sem hann á nú um þessar mundir jO ára afmæli. ÞaÖ hefur aukiö mjög á erfiöleikana, aö inn- lieimta áskriftargjalda hefur ekki gengiö sem skyldi undanfarið, og er töluvert ógreitt enn. Eru ^það vinsamleg tilmœli til allra, sem skuld- ugir eru, að þeir sendi ógreidd áskriftargjöld nii þegar. ÚTGÁFUNEFND LJÖSBERANS. SOtStStttttStStttSÍStStttStSfSttfStStStStStSÍStStSfSÍSfStttttSÍStSÍ þeim svona góða mömmu og hjálpa þeim svona mikið. En þetta var þó ekki mest um vert. Guð hafði gert miklu meira fyrir þau en þetta, að gefa þeim svona góða foreldra. Hann hafði fórnað sínu eigin lífi og dáið fyrir alla menn á krossinum. Og „Litla mjólkurpóstinn“ lang- aði til þess að verða góður drengur og trúa á þann Guð, sem hafði verið þeim svo góður. Og seinna meir langaði hann líka til þess að segja öðrum frá því, að Guð hafði dáið fyrir alla menn. Þ. S. G. LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.